Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1107. fundur 25. maí 2020 kl. 08:05 - 10:24 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti bæjarráðs yfirfarinn.

2.Vestfjarðastofa - ýmis erindi 2020 - 2020040012

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til fundar við bæjarráð vegna áherslna Ísafjarðarbæjar vegna verkefna Vestfjarðastofu.
Verkefni Vestfjarðastofu rædd og áherslur og hugmyndir Ísafjarðarbæjar.

Ákveðið að taka upp reglulega samráðsfundi með Vestfjarðastofu, síðasta mánudag í hverjum mánuði á fundi bæjarráðs.

Gestir

  • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir - mæting: 08:05

3.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2019-2020 - 2019050057

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sigríðar Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dags. 15. maí 2020, ásamt fundargerð 26. stjórnarfundar Vestfjarðarstofu og ársreikningi Vestfjarðastofu 2019.
Lagt fram til kynningar.
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir yfirgefur fundinn kl. 8.45.

4.Líkamsrækt á Ísafirði - ósk um samstarf - 2020050012

Lagður fram tölvupóstur forsvarsaðila Ísófit ehf., dags. 19. maí 2020, ásamt tillögu Ísófit ehf. að rekstri líkamsræktarstöðvar á Ísafirði með aðkomu bæjaryfirvalda.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

5.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2019 - 2019110062

Lagður fram ársreikningur 2019, fyrir stofnanir og sjóði Ísafjarðarbæjar og samstæðu Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð samþykkir ársreikning Ísafjarðarbæjar fyrir stofnanir og sjóði, og samstæðureikning 2019, og vísar honum til fyrri umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:07

6.Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032

Lagt fram til kynningar uppfært yfirlit fjármálastjóra um ferli fjárhagsáætlunar 2021.

Lagt fram til kynningar.

7.Mánaðaryfirlit - 2020 - 2020030067

Lagt er fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra og Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launa, dags. 22. maí sl., um skatttekjur og laun frá janúar til apríl 2020. Þar má sjá að útsvarstekjur eru 28,3 m.kr. undir áætlun og eru 673 m.kr. fyrir tímabilið. Jöfnunarsjóður er 2,9 m.kr. yfir áætlun eða 310 m.kr. Að lokum er launakostnaður 22,6 m.kr. yfir áætlun en launakostnaðurinn nemur 914 m.kr. í lok apríl 2020.
Lagt fram til kynningar.
Ásgerður yfirgefur fundinn kl. 9.22.
Edda María yfirgefur fundinn kl. 9.34.

Gestir

  • Ásgerður Þorleifsdóttir, deildarstjóri launadeildar - mæting: 09:09

8.Stytting á vinnutíma starfsmanna - 2020050064

Lagt fram minnisblað Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar, dags. 22. maí 2020, vegna styttingar á vinnutíma starfsmanna.
Bæjarráð samþykkir tillögu mannauðsstjóra, að skipaður verði vinnuhópur á hverjum vinnustað, og felur honum að vinna málið áfram.
Baldur yfirgefur fundinn kl. 9.47.

Gestir

  • Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri - mæting: 09:36

9.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 2018060074

Lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 22. maí sl, vegna undirstaðna við knatthús á Torfnesi, auk minnisblaðs Verkís, dags. 10. mars 2018
Lagt fram til kynningar.

Lagt fyrir bæjarstjóra að setja upp heildarkostnaðaráætlun vegna verkefnins, og drög að samningi að byggingu knattspyrnuhúss, til framlagningar á næsta fundi bæjarráðs, þriðjudaginn 2. júní 2020.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:48

10.Göngustígar 2020 - 2020010070

Lagður fram tölvupóstur Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur, bæjarfulltrúa Í-listans, dags. 22. maí 2020, ásamt minnisblaði frá fulltrúum í umhverfis- og framkvæmdanefnd, vegna beiðni um breytingu á nýtingu framkvæmdafjár í göngustíga 2020.
Bæjarráð vísar málinu til frekari úrvinnslu á umhverfis- og eignasviði, og óskar eftir frekari kynningu á næsta fundi bæjarráðs, þriðjudaginn 2. júní 2020.
Axel yfirgefur fundinn kl. 10.02.

11.Tölvumál Ísafjarðarbæjar - 2017020127

Lagt fram minniblað Eyþórs Guðmundssonar, innkaupastjóra Ísafjarðarbæjar, dags 22. maí 2020, vegna kaupa á tölvukerfi og útboðs um hýsingu og rekstur tölvukerfa Ísafjarðarbæjar.

Einnig eru lögð fram drög að útboðsgögnum og upplýsingar um rekstrartilhögun núverandis umhverfis hjá Origo.
Bæjarráð samþykkir tillögur innkaupastjóra um kaup á tölvukerfi og útboð vegna hýsingar og reksturs tölvukerfa Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð leggur fyrir bæjarstjóra að gera viðauka vegna kaupa á tölvukerfi.

12.Mönnun slökkviliðs Ísafjarðarbæjar - 2020050060

Lagt fram minnisblað Sigðurðar A. Jónssonar, slökkkviliðsstjóra, dags. 18. maí 2020, vegna mönnunar helgar- og bakvakta slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2020.
Bæjarráð leggur til að tillaga slökkviliðsstjóra verði samþykkt í bæjarstjórn og bæjarstjóra falið að gera viðauka vegna málsins, og að viðaukinn verði lagður fram til samþykktar í bæjarstjórn.


13.Stjórnsýsluhús - almenn erindi - 2020050061

Lagður fram tölvupóstur Karls Inga Vilbergssonar, lögreglustjóra og formanns húsfélags Stjórnsýsluhússins, dags. 12. maí 2020, vegna fulltrúa Ísafjarðarbæjar í stjórn húsfélagsins.
Bæjarráð tilnefndir Axel R. Överby í stjórn húsfélags Stjórnsýsluhússins á Ísafirði.

14.Málefni hverfisráða - 2017010043

Lagður fram tölvupóstur og bréf Tinnu Ólafsdóttur, f.h. Hverfisráðs eyrar og efri bæjar, dags. 18. maí 2020, þar sem óskað er eftir heimild til að nýta framkvæmdafé áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Bæjarráð frestar málinu og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

15.Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - 2018-2020 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 27. nóvember 2019, ásamt umsókn Sigurlaugar Maríu Bjarnadóttur, f.h. Dakis ehf., vegna rekstrarleyfis fyrir gistiheimili í flokki IV að Hrannargötu 2, Ísafirði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfis til Sigurlaugar Maríu Bjarnadóttur, f.h. Dakis ehf., um rekstrarleyfi í flokki IV. að Hrannargötu 2, Ísafirði.

16.Olíutankurinn - Þingeyri - 2019040026

Lagður fram til kynningar undirritaður uppbyggingarsamningur Ísafjarðarbæjar við Tank, menningarfélags, dags. 18. maí 2020, vegna byggingar útilistaverksins Tankur á Þingeyri.
Lagt fram til kynningar.

17.Kórónaveiran COVID-19 - 2020030054

Lagður fram til kynningar tölvupóstur og bréf Þóris Ólafssonar og Eiríks Benónýssonar, f.h. eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 14. maí 2020, vegna fjármála sveitarfélaga í kjölfar Covid-19.
Lagt fram til kynningar.

18.Kórónaveiran COVID-19 - 2020030054

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Jóhannesar Á. Jóhannesarsonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 22. maí 2020, ásamt uppfærðum gögnum frá Vinnumálastofnun, þar sem upplýst er um fjölda þeirra sem hafa nýtt sér heimild er varðar minnkandi starfshlutfall og hlutfall atvinnuleysis, eftir landshlutum.
Lagt fram til kynningar.

19.Kórónaveiran COVID-19 - 2020030054

Lagður fram tölvupóstur Bjarkar Birkisdóttur, skjalastjóra í Félagsmálaráðuneytinu, dags. 20. maí 2020, ásamt bréfi félagsmálaráðherra til sveitarfélaga um stuðning til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19.
Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerðir 2019-2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2019090035

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Vals Rafns Halldórssonar, sviðsstjóra rekstrar- og útgáfusviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 22. maí 2020, ásamt fundargerð 884. fundar stjórnar sambandsins.
Lagt fram til kynningar.
Formaður bæjarráðs leggur til við bæjarráð að mál Björns Davíðssonar um umsókn um aukaúthlutun vegna Ísland ljóstengt verði tekið á dagskrá með afbrigðum.

21.Ísland ljóstengt 2019 - 2018110069

Lagður fram tölvupóstur Björns Davíðssonar, framkvæmdastjóra Snerpu Internets, dags. 23. maí 2020, ásamt umsókn í aukaúthlutun Fjarskiptasjóðs fyrir árið 2020.
Bæjarráð samþykkir að taka málið á dagskrá og samþykkir umsókn Björns Davíðssonar um aukaúthlutun.

22.Fræðslunefnd - 416 - 2003008F

Lögð fram fundargerð 416. fundar fræðslunefndar, sem fram fór 18. maí 2020. Fundargerðin er í 11 liðum.
Lagt fram til kynningar.

23.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 538 - 2004012F

Lögð fram fundargerð 538. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, dags. 20. maí 2020. Fundargerðin er í 15 liðum.
Lagt fram til kynningar.

24.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 97 - 2005010F

Lögð fram fundargerð 97. fundar umhverfis- og fræðslunefndar, sem fram fór 19. maí 2020. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:24.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?