Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
416. fundur 18. maí 2020 kl. 08:10 - 09:30 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arnhildur Lilý Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamá: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda, Ingibjörg Einarsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda.
Áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Jóna Lára Sveinbjörnsdóttir, fulltrúi kennara.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Ósk um breytingu á fundardögum á leikskólaunum Sólborg og Eyrarskjóli júní 2020 - 2020050045

Kynntur tölvupóstur frá leikskólastjórum leikskólanna Sólborgar og Eyrarskjóls þar sem þeir óska eftir að færa til og sameina fundardaga.
Fræðslunefnd samþykkir beiðnina.

3.Heimgreiðslur til foreldra sem ekki hafa fengið úthlutað leikskólaplássi - 2020020017

Lögð fram drög að reglum um heimgreiðslur til foreldra barna sem eru orðin 18 mánaða og hafa ekki fengið boð um leikskólavist.
Fræðslunefnd gerir það að tillögu sinni að bæjarstjórn samþykki reglurnar og vísar því málinu áfram til bæjarstjórnar til ákvörðunar.

4.Dagvistarmál í Skutulsfirði 2020 - 2020010058

Kynnt minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa Ísafjarðarbæjar er varðar sumaropnun leikskóla Sólborg sumarið 2020
Fræðslunefnd leggur til að starfsmenn skóla- og tómstundasviðs vinni að nánari útfærslu á svokallaðri "rólóleið" vegna sumaropnunar leikskólanna.

5.Skóladagatöl 2020-2021 - 2020040052

Lögð fram skóladagatöl fyrir leikskólana Laufás á Þingeyri, Grænagarð á Flateyri, Eyrarskjól Ísafirði, Sólborg Ísafirði og Tjarnabæ á Suðureyri, fyrir skólaárið 2020-2021
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við dagatölin.

6.leiðbeinandi álit_tvöföld skólavist barns í leik- og grunnskóla - 2019100022

Lögð fram drög að reglum um tvöfalda skólavist í leik- og grunnskólum Ísafjarðarbæjar.
Fræðslunefnd gerir það að tillögu sinni að bæjarstjórn samþykki reglurnar og vísar málinu áfram til bæjarstjórnar til ákvörðunar.

7.Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna - 2020020067

Lagður er fram til kynningar tölvupóstur Marínar Rósar Eyjólfsdóttur, verkefnastjóra barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi, dags. 25. febrúar sl., ásamt afriti af bréfi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra og Bergsteins Jónssonar, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, dags. 30. janúar sl., vegna verkefnisins fyrir innleiðingu Barnasáttmálans innan sveitarfélaga - verkefnisins barnvæn sveitarfélög. Erindið var tekið fyrir á 1096. fundi bæjarráðs þann 2. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

8.Mannréttindastefna Ísafjarðarbæjar - 2020040059

Lögð fram Mannréttindastefna Ísafjarðarbæjar 2020.
Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með stefnuna og leggur til að henni verði fylgt í okkar störfum.

9.Skóladagatöl 2020-2021 - 2020020048

Lögð fram skóladagatöl fyrir Grunnskólann á Þingeyri og Grunnskóla Önundarfjarðar fyrir skólaárið 2020-2021
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við skóladagatölin.

10.Reglur um sjúkrakennslu í grunnskólum - 2020050037

Lagðar fram til kynningar reglur um sjúkrakennslu í grunnskólum Reykjanesbæjar.
Fræðslunefnd leggur til að starfsmenn skóla- og tómstundasviðs vinni að sambærilegum reglum fyrir grunnskóla Ísafjarðarbæjar.

11.Ósk um aukið starfshlutfall frá grunnskólanum á Suðureyri - 2020050038

Lagt fram bréf frá Jónu Benediktsdóttur, skólastjóra Grunnskólans á Suðureyri, þar sem hún óskar eftir heimild til að stækka stöðuhlutföll við skólann.
Fræðslunefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfsmönnum skólasviðs að vinna áfram með málið.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?