Skipulags- og mannvirkjanefnd

538. fundur 20. maí 2020 kl. 08:15 - 09:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ragnar Ingi Kristjánsson varamaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Heiða Jack skipulagsfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Heiða Hrund Jack skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi - drög að tillögu að matsáætlun - 2016090039

Lagt fram bréf Jóns Þóris Þorvaldssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 8. maí 2020, ásamt frummatsskýrslu Verkís um mat á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis Arnarlax í Ísafjarðardjúpi, um framleiðslu á 10.000 tonnum af laxi á ári, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar, sbr. 24. gr. reglugerð 660/2015.

Bæjarráð vísaði málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar á fundi sínum 18. maí s.l.
Skipulagsfulltrúa gert að móta umsögn Ísafjarðarbæjar og leggja fyrir bæjarráð.

2.Sjókvíaeldi í ísafjarðardjúpi - Háafell - 2016020056

Lagður fram tölvupóstur Ernu Karenar Óskarsdóttur, fagsviðsstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun, dags. 8. maí 2020, ásamt beiðni um umsögn um umsókn Háafells ehf. fyrir sjókvíaeldi á regnbogasilungi og þorski í innanverðu Ísafjarðardjúpi, en umsagnarfrestur er til 15. maí 2020, auk sex fylgiskjala;
1) Matsskýrslu Háafells fyrir 6.800 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og 200 tonna framleiðslu á þorski í sjókvíum í Ísafjarðarjúpi á vegum Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf.
2) Viðbótargreinargerð vegna valkosta
3) Viðauka - fjarlægðarmörk og fjöldi laxa
4) Álit skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum
5) Yfirlit yfir staðsetningar
5) Yfirlit yfir staðsetningu sjókvíeldissvæða í SKötufirði

Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulagsfulltrúa gert að móta umsögn Ísafjarðarbæjar og leggja fyrir bæjarráð.

3.Látrar í Aðalvík - ósk um niðurrif - 2014090019

Vegna stjórnsýslukæru fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem forsvarsmenn Miðvíkur ehf. gera kröfu á að viðbygging við Sjávarhúsið, Látrum verði fjarlægð. Landeigendum Látra var gefið færi á að koma með athugasemdir við kröfu Miðvíkur ehf. um að viðbygging við Sjávarhús verði tekin. Athugasemdafrestur var til 15. júlí 2019. 6 svör frá landeigendum bárust og enginn af landeigandunum setti sig upp á móti viðbyggingunni. Úrskurðarnefndin óskar eftir gögnum frá Ísafjarðarbæ vegna kæru Miðvíkur ehf.
Skipulags- og mannvirkjanefnd áskildi sér rétt til þess að leita eftir sjónarmiðum annarra landeigenda jarðarinnar Látra, í útsendu bréfi dags. 14. júní 2019. Ekki voru gerðar athugasemdir af hálfu landeigenda og vegna þess hve langt er um liðið að umræddri viðbyggingu var skeytt við húsið, telur nefndin ekki tilefni til að gera kröfu á það að viðbygging verði fjarlægð.

4.Vestfjarðavegur 60 um Dynjandisheiði. Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar - 2020040042

Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar óskar eftir breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar f.h. Vegagerðarinnar, vegna nýs Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimlia breytingu Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar vegna vegaframkvæmda í Dynjandisvogi.

5.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - stækkun íbúðabyggðar - 2019110057

Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 12.feb. sl., var tekið fyrir erindi frá Verkís f.h. Sævars Hjörvarssonar og Halldóru Þórðardóttur, þar sem óskað er eftir því við Ísafjarðarbæ, að opnu svæði milli Seljalandsvegar 78 og 84 verði breytt í íbúðarsvæði þ.e.a.s. að íbúðarsvæði Í4 verði stækkað vegna umsóknar um lóð og byggingaráform á reitnum.
Með hliðsjón af bókun nefndar og meðfylgjandi fylgigögnum. Er umsagnar Veðurstofu óskað m.t.t. ofanflóða á reitnum.
Með vísun í bókun nefndar:
Jóhann Birkir Helgason sækir heimild, f.h. Halldóru Þórðardóttur og Sævars Óla Hjörvarssonar, til þess að breyta Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 á svæðinu á milli
Seljalandsvegar 78 og 84 og gerð deiliskipulags. Sótt er um að breyta landnotkun úr opnu svæði í íbúðarsvæði. Fylgigögn eru erindisbréf dags. 27.des. sl.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar til 29. gr. skipulagslaga nr. I23/2010 er það á ábyrgð sveitaféIaga að annast vinnslu aðaIskipulags.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn Veðurstofu vegna ofanflóða á reitnum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að hefja vinnu á nýju deiliskipulagi á opnu svæði við Seljalandsveg, breytingar fela í sér m.a. að opnu svæði verði breytt í íbúðarsvæði.

6.Skógrækt Hrauni Ingjaldssandi - 2020040028

Heiða Björk Birkisdóttir, formaður stjórnar Þorsteinshorns ehf., sem er eigandi jarðarinnar Hrauns á Ingjaldssandi sækir um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Hrauns á Ingjaldssandi. Meðfylgjandi eru gögn hvað varða skipulag skógræktarinnar í samstarfi við Skógræktina, sem og annað sem vert að nefna.
Fyrir liggur deiliskipulag að sumarhúsabyggð. Þau óska eftir að fá því breytt.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að skógrækt er skipulagsskyld framkvæmd. Gera þarf breytingu á Aðalskipulagi vegna breyttrar landnotkunar jafnframt því að breyta gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið. Ekki er hægt að veita heimild til framkvæmda við skógrækt með vísan í 4. grein reglugerðar 772/2012.

7.Tungubraut, ósk um deiliskipulagsbreytingu vegna raðhúsalóða - 2020030055

Ósk um deiliskipulagsbreytingu vegna raðhúsalóða við Tungubraut, Ísafirði. Með vísan í minnisblað skipulagsfulltrúa eftir að hafa rætt við eigendur Hrafnshóls og rýnt í húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila Nýjatúni ehf., að gera breytingar á deiliskipulagi Tunguhverfis vegna raðhúsalóða við Tungubraut, Ísafirði.

8.Engjavegur 3. Umsókn um nýjan lóðarleigusamning, - 2019090075

Páll Gunnlaugsson sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Engjaveg 3, Ísafirði. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn dags. 19. september 2019 og mæliblað Tæknideildar dags. 15. maí 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðaleigusamningi fyrir Engjaveg 3, Ísafirði.

9.Engjavegur 19. Umsókn um lóðarleigusamning og leiðréttingu skráningar, - 2019080058

Witold Wielgosz og Monika Wielgosz óskar eftir endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar við Engjaveg 19, Ísafirði. Fylgiskjal er undirrituð umsókn dags. og mæliblað Tæknideildar 18.5. 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðaleigusamningi fyrir Engjaveg 19, Ísafirði.

10.Suðurtangi 4. Lóð undir stálgrindarhús - 2019110012

Valur Richter f.h. Rörás ehf. sækir um að fá að byggja geymsluhúsnæði (stálgrindarhús) við Suðurtanga 4, en sú lóð er aðliggjandi þeirri lóð sem Rörás hefur nú þegar starfsemi.
Lóð nr. 4 er ætluð til bátahýsingar í tengslum við Neðstakaupstað skv. deiliskipulagi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu en felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda varðandi aðrar lausnir.

11.Suðurtangi 14, nýbygging. Ósk um deiliskipulagsbreytingu vegna hærri byggingar - 2020040016

Skipulags- og mannvirkjanefnd óskaði eftir umsögn Isavia eftir seinasta fund nefndarinnar 15. apríl s.l. vegna hækkunar á leyfilegri hæð nýbyggingar að Suðurtanga 14, Ísafirði. Fylgiskjal er umsögn Isavia dags. 29. apríl 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila frávik frá deiliskipulagi í samræmi við umsókn frá Hampiðju Íslands ehf. þar sem hæð byggingarinnar verður 10,5 m og er því innan marka um hámarkshæð bygginga við hindranaflöt Ísafjarðarflugvallar.

12.Málefni kirkjugarða - 2013100065

Lagt fram bréf Magnúsar Erlingssonar, sóknarprests, f.h. stjórnar Kirkjugarða Ísafjarðar, dags. 6. apríl sl., þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið leggi kirkjugarðinum á Réttarholti í Engidal til tvær landspildur svo stækka megi kirkjugarðinn.

Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur vel í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram inn í endurskoðun á Aðalskipulaginu.

13.Gámar og lausafjármunir 2019, stöðuleyfi - 2019090029

Gunnar Þór Sigurðsson f.h. GG málningarþjónustu ehf., sækir um stöðuleyfi geymslugáms við Sindragötu 10 á Ísafirði. Fylgiskjal er undirrituð umsókn dags. 6. mars 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs, nefndin bendir á að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og að fyrirtækið geti ekki reiknað með endurnýjun að ári liðnu. Nefndin hvetur umsækjanda til þess að leita varanlegra lausna.

14.Gámar og lausafjármunir 2019, stöðuleyfi - 2019090029

Þorbjörn Steingrímsson sækir um stöðuleyfi geymslugáms við Stekkjargötu 33 í Hnífsdal. Fylgiskjal er undirrituð umsókn dags. 28. febrúar 2020 og skýringarmynd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs, nefndin bendir á að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og að fyrirtækið geti ekki reiknað með endurnýjun að ári liðnu. Nefndin hvetur umsækjanda til þess að leita varanlegra lausna.

15.Ósk um land í fóstur við Engidalsá, fyrir fuglalíf - 2020020055

Umsögn um umsókn Leifs Bremnes, sem sótti um að fá land í fóstur við Engidalsá fyrir neðan Funa, barst frá Sigurði H. Árnasyni, forstöðumanns Náttúrustofu Vestfjarða með tölvupósti 4. maí s.l. Þar er bent á að eggjataka gæti haft neikvæð áhrif á fuglalíf á svæðinu. Einnig að svæði geti verið óhentugt út af lyktarmengun.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu á grunndvelli umsagnar Náttúrustofu Vestfjaða.

Fundi slitið - kl. 09:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?