Óbyggðanefnd: Aðalmeðferð mála 6-8 fer fram miðvikudaginn 7. september

Aðalmeðferð óbyggðanefndar er varðar mál 6-8/2021 á svæði 10B, Ísafjarðarsýslum, fer fram í Edinborgarhúsinu, Ísafirði, miðvikudaginn 7. september og hefst klukkan 9.

Skipulag þinghalds er eftirfarandi:

  1. Skýrslutökur í öllum málum.
  2. Málflutningur:
    1. Lögmaður ríkisins – mál nr. 6–8 sameiginlega.
    2. Lögmenn gagnaðila í máli nr. 6 – og andsvör í því máli. (Lögmenn sem einungis eru í máli nr. 6 geta farið að þessu loknu.)
    3. Lögmenn gagnaðila í málum nr. 7–8 (sameiginlega) – og andsvör í þeim málum.

Þinghaldið er öllum opið.

Nánari upplýsingar:

Óbyggðanefnd: svæði til meðferðar

Upplýsingar um málsmeðferð

Listi yfir jarðir og landnúmer þeirra á svæði 10 B