Óbyggðanefnd: Svæði til meðferðar

Kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á svæði 10B, Ísafjarðarsýslum, bárust óbyggðanefnd 16. september 2020, sbr. 10. gr. þjóðlendulaga, nr. 58/1998. Þær ná til 45 svæða en upplýsingar um afmörkun þeirra eru í kröfulýsingu og á kortum sem hér fara á eftir. Vakin er athygli á því að í 5. kafla kröfulýsingarinnar er að finna skýringar á einstökum kröfulínum.
– Kort sem sýnir afmörkun svæðis 10B.
Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Framlengdur kröfulýsingafrestur er til 22. mars 2021. Leiðbeiningar um frágang kröfulýsinga fást á skrifstofu óbyggðanefndar.
Vakin er athygli á því að Friðbirni E. Garðarssyni hrl. hefur verið veitt umboð til að fara með málið fyrir hönd Ísafjarðarbæjar. Aðrir væntanlegir kröfuhafar geta sett sig í samband við hann. Landeigendur sem ætla að nýta sér þjónustu Friðbjörns vegna krafna sinna á hendur ríkinu skulu fylla út umboð og senda honum afrit umboðs í tölvupósti á fridbjorn@axlaw.is. Frumrit umboðs verður að berast í bréfpósti á Ax lögmannsþjónusta, Hlíðarsmára 6, 201 Kópavogur. Útprentað skjal er hægt að nálgast í afgreiðslu bæjarskrifstofa Ísafjarðarbæjar. |
Þegar gagnkröfur hafa borist verða heildarkröfur kynntar skv. 12. gr. þjóðlendulaga. Óbyggðanefnd rannsakar síðan málin, sem felur m.a. í sér umfangsmikla gagnaöflun í samvinnu við sérfræðinga á Þjóðskjalasafni Íslands, og úrskurðar að lokum um kröfur málsaðila. Leiði rannsókn nefndarinnar í ljós að einhver kunni að telja til eignarréttinda án þess að hafa lýst kröfu verður viðkomandi gefinn kostur á að gerast aðili máls, sbr. 3. mgr. 13. gr. þjóðlendulaga.
Sjá einnig:
- Upplýsingar um málsmeðferð
- Upplýsingar um undirbúning málsaðila
- Listi yfir jarðir og landnúmer þeirra á svæði 10 B
- Upptaka af upplýsingafundi sem haldinn var fyrir íbúa 14. janúar 2021
Kröfulýsing ríkisins og fylgigögn hennar:
- Kröfulýsing fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins (pdf) um þjóðlendur á svæði 10B.
- Skjalaskrá og tilvísanaskrá (pdf) með kröfulýsingunni. Viðkomandi gögn fást á skrifstofu óbyggðanefndar.
- Yfirlitskort um kröfur ríkisins (pdf)
- Kröfulínukort:
- Kort 1 – Hornstrandir og Jökulfirðir – 1 (pdf)
- Kort 2 – Hornstrandir og Jökulfirðir – 2; Drangajökull o.fl. (pdf)
- Kort 3 – Drangajökull og svæði sunnan, vestan, norðan og austan hans (pdf)
- Kort 4 – Fjalllendi við Langadalsströnd (pdf)
- Kort 5 – Fjalllendi milli Ísafjarðardjúps og Dýrafjarðar (pdf)
- Kort 6 – Fjalllendi milli Önundarfjarðar og Arnarfjarðar (pdf)
- Kort 7 – Fjalllendi við Glámu og víðar auk almenninga sunnan Ísafjarðardjúps – 1 (pdf)
- Kort 8 – Fjalllendi við Glámu og víðar auk almenninga sunnan Ísafjarðardjúps – 2 (pdf)