Óbyggðanefnd: Aðalmeðferð mála 1-5 fer fram 4. og 5. október

Aðalmeðferð óbyggðanefndar er varðar mál 1-5/2021 á svæði 10B, Ísafjarðarsýslum, fer fram í Edinborgarhúsinu, Ísafirði, 4. og 5. október.

Mál nr. 1–3 verða tekin fyrir þriðjudaginn 4. október og mál nr. 4–5 verða á dagskrá miðvikudaginn 5. október. Þinghald hefst kl. 9:00 báða dagana en ennþá er óljóst hversu lengi fundirnir eru líklegir til að standa.

Nánari upplýsingar:

Óbyggðanefnd: svæði til meðferðar

Upplýsingar um málsmeðferð

Listi yfir jarðir og landnúmer þeirra á svæði 10 B