Lausar lóðir í Tunguhverfi

Þrjár lóðir eru nú lausar til úthlutunar í Tunguhverfi á Ísafirði. Það eru Daltunga 2 og 4 og Ártunga 3. Í samræmi við grein 1.1. í lóðarúthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar er 10 daga umsóknarfrestur um lóðirnar og berist fleiri en ein umsókn um sömu lóð ræður hlutkesti úthlutun.

  • Ártunga 3

    Stærð lóðar: 864 m². Hámarksstærð byggingar: 345,6 m².

  • Daltunga 2
    Stærð lóðar: 1033,1 m². Hámarksstærð byggingar: 413,24 m².

  • Daltunga 4
    Stærð lóðar: 864 m². Hámarksstærð byggingar: 345,6 m².

Berist engar umsóknir um tiltekna lóð færast þær á lóðalista Ísafjarðarbæjar og verður þá úthlutað til fyrsta umsækjanda sem eftir leitar, líkt og kveður á um í grein 1.3 í lóðarúthlutunarreglum.

Umsóknir berist í gegnum þjónustugátt Ísafjarðarbæjar.

Deiliskipulag Tunguhverfis
Athugið að götunöfnum hefur verið breytt, Ártunga heitir Asparlundur í deiliskipulagi og Daltunga heitir Eikarlundur.