Jafnlaunastefna Ísafjarðarbæjar

Ísafjarðarbær hefur gefið út formlega jafnlaunastefnu sem miðar að því að uppfylla kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST85:2012.

Í stefnunni er kveðið á um að allir starfsmenn sveitarfélagsins skuli njóta jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Allir skulu hafa jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.

Stefnan er vistuð á vef Ísafjarðarbæjar og má finna undir „Stjórnsýsla“ –> „Útgefið efni“ –> „Stefnur“.

Jafnlaunastefna Ísafjarðarbæjar