Ísafjörður: Snjómokstur þriðjudaginn 17. mars

Vegna veðurs er eingöngu lögð áhersla á að halda strætóleiðum opnum í snjómokstri á Ísafirði í dag. Gangi veðurspár eftir verða skilyrði til moksturs strax skárri í fyrramálið og þá verður mokstursáætlun fylgt í hreinsun.