Grunnskólinn á Ísafirði - útboð vegna viðhalds

Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í viðhaldsframkvæmdir við húsnæði Grunnskólans á

Ísafirði, austurálmu.

 

Helstu verkþættir eru eftirfarandi:

Utanhúss:

Endurnýjun á öllu þakstáli og kjöljárni, endurnýjun á skemmdum sperrum og borðaklæðningu, ísetningu þakglugga og þaktúða ásamt uppbyggingu á nýjum þakkanti.

Slípa steiningu umhverfis glugga og vatnsbretti undir gluggum, brjóta fyrir loftunarraufum og þétta sprungur í útveggjum.

Þétta milli gluggakarma og steins og á samskeytum karma og pósta og endurnýja tvöfalt gler í gluggum og opnanlegum fögum.

Sílanbaða steypta fleti og mála þakkant, glugga og opnanleg fög.

Innanhúss:

Endurnýja hluta af ofnum, ofnlokum og ofnalögnum.

Fjarlægja múrhúðun og einangrun af hluta útveggja að innan og setja nýtt í staðinn.  Brjóta upp hluta af gólfílögn og slípa og spartla gólf undir dúkalögn.

Einnig skal endurnýja gluggagerekti, sólbekki og áfellur við glugga.

Leggja skal nýjan linoleum dúka á gólf og spartla og mála glugga og veggi.

 

Helstu magntölur verksins eru eftirfarandi:

  • Þakflötur                                            504  m2
  • Þakkantur                                              76  m
  • Slípum við glugga                               299  m
  • Brot fyrir loftraufum                           250  stk
  • Sílanbaðaðir veggir                             385  m2
  • Málun glugga                                      423  m
  • Gler í glugga                                         87  m2
  • Ofnalagnir                                           230  m
  • Endurnýjun múrh. og ein.                   150  m2
  • Gerekt, sóbekkir og áfellur                 299  m
  • Gólfdúkar                                           247  m2

 

Verklok á vinnu innanhúss eru 20. ágúst n.k. og á vinnu utanhúss 30. september n.k.

 

Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Tækniþjónustu Vestfjarða, Aðalstræti 26, Ísafirði        frá og með mánudeginum 3. júní næstkomandi.   Hægt er að panta gögnin á netfanginu  samuel@tvest.is

Tilboðum skal skila á sama stað miðvikudaginn 12. júní n.k., kl. 11:00, þar sem þau verða opnuð.

 

Ísafjarðarbær


Fylgigögn:

Útboðslýsing
Verklýsing
Þakkantur
Magnskrá