Góður íbúafundur um atvinnumál á Þingeyri

Íbúafundur sem haldinn var á Þingeyri mánudaginn 26. ágúst, undir yfirskriftinni Framþróun á Þingeyri – Hvað getur samfélagið gert til eflingar atvinnulífs? heppnaðist vel.

Að sögn bæjarstjóra, Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur, var fundurinn vel sóttur og umræður góðar.

„Fundurinn var vel sóttur, um 30 manns mættu til að ræða um hvað við getum gert sem samfélag til eflingar atvinnulífs á Þingeyri,“ segir Sigríður. Á fundinum voru ýmsar lausnir og möguleikar í verkfærakistu Byggðastofnunar og Hvetjanda kynnt. Þá var Vestfjarðastofa einnig með kynningu.

„Eftir að fundi var slitið komu nokkrir aðilar að máli við fulltrúa Vestfjarðastofu og óskuðu eftir ráðgjöf, það er jákvætt og það þýðir að tilgangi fundarins er náð,“ segir Sigríður.

Glærurnar sem sýndar voru í kynningum á fundinum eru aðgengilegar hér fyrir neðan.

Kynning Ísafjarðarbæjar með yfirliti frá Byggðastofnun og Hvetjanda

Kynning Vestfjarðastofu