Framþróun á Þingeyri: Íbúafundur 26. ágúst
19.08.2025
Fréttir
Hvað getur samfélagið gert til eflingar atvinnulífs?
Ísafjarðarbær boðar til íbúafundar um framþróun á Þingeyri þriðjudaginn 26. ágúst.
Fundurinn fer fram í félagsheimilinu kl. 17:00-18:30.
Dagskrá:
- Stuttur inngangur bæjarstjóra með yfirliti frá Byggðastofnun og Hvetjanda
- Erindi verkefnisstjóra hjá Vestfjarðastofu.
- Umræður og hugarflug.