Einungis tekið við rafrænum reikningum frá 1. janúar 2021

Frá 1. janúar 2021 skulu allir reikningar sem berast Ísafjarðarbæ vera á rafrænu formi. Því verða reikningar sem berast með öðru móti, t.d. á pappírsformi eða sem pdf-skjöl í tölvupósti endursendir með ósk um að fá þá aftur sem rafræn skjöl.

Markmiðið með breytingunni er meðal annars að auka skilvirkni í skráningu og greiðslu reikninga sem berast Ísafjarðarbæ. Þá má með þessari aðgerð ná fram sparnaði sem nemur um 37 milljónum króna á ári. Reiknað er með 1.000 kr. sparnaði á hvern reikning sem berst sveitarfélaginu en í heildina er tekið á móti 45.000 reikningum á ári, þar af eru eingöngu um 18% á rafrænu formi. Einnig má minnast á ávinning er varðar umhverfið, en losun kolíoxíðs við útgáfu rafræns reiknings er eingöngu einn þriðji af losun sem tengja má útgáfu pappírsreiknings.

Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér ítarlegar leiðbeiningar um afhendingarmáta rafrænna reikninga sem má finna hér.