476. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

476. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á 2. hæð Stjórnsýsluhússins þann 20. maí 2021 og hefst kl. 17.00.

Beina útsendingu af fundinum má finna í spilaranum í hægri dálki hér (neðst ef síða er skoðuð í farsíma).

Dagskrá

Almenn mál

1. Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2020 - 2021030109
Bæjarstjóri leggur fram til fyrri umræðu ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2020.

2. Gjaldskrár 2021 - vatnsveita stórnotendur - 2020050033
Tillaga frá 104. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fram fór 27. apríl 2021, um að bæjarstjórn samþykki leiðréttingu á gjaldskrá vatnsveitu fyrir stórnotendur.

3. Lánsumsókn hafnarsjóður 2021 - 2021050049
Tillaga frá 1153. fundi bæjarráðs sem fram fór þann 17. maí 2021, um að bæjarstjórn samþykki hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Ísafjarðarhafna hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 273.000.000 til 13 ára, með föstum verðtryggðum 1,12% vöxtum, láns í lánaflokknum LSS34. Ábyrgð þessi er veitt í samræmi við heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og að bæjarstjórn veiti Lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar.
Lánið er tekið til að fjármagna uppbyggingu á höfn að Sundabakka í Skutulsfirði, en um 670 milljón króna framkvæmd er að ræða, ríkisstyrkt um 60%, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Þá er lagt til að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skuldbindi hér með sveitarfélagið sem eiganda Ísafjarðarhafna til að selja ekki eignarhlut sinn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt. Fari svo að Ísafjarðarbær selji eignarhlut í Ísafjarðarhöfnum til annarra opinberra aðila, skuldbindur Ísafjarðarbær sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.
Jafnframt er lagt til að Birgi Gunnarssyni, kt. 050263-5419, verði veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Ísafjarðarbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

4. Hænsnahald við Smiðjugötu, Ísafirði. Umsókn um leyfi fyrir 10 íslenskar hænur - 2021040041
Tillaga frá 105. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 11. maí 2021, um að bæjarstjórn heimili hænsnahald við Smiðjugötu 8 á Ísafirði, skv. 5. gr. samþykktar um búfjárhald í þéttbýli.

Fundargerðir til kynningar

5. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 183 - 2105001F
Fundargerð 183. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, sem haldinn var 11. maí 2021, lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í fimm liðum.

6. Bæjarráð - 1152 - 2105008F
Fundargerð 1152. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 10. maí 2021, lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í tólf liðum.

7. Bæjarráð - 1153 - 2105013F
Fundargerð 1153. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 17. maí 2021, lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í 14 liðum.

8. Hafnarstjórn - 221 - 2105005F
Fundargerð 221. fundar hafnarstjórnar, sem haldinn var 14. maí 2021, lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í þremur liðum.

9. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 105 - 2104017F
Fundargerð 105. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 11. maí 2021, lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í sjö liðum.