468. fundur bæjarstjórnar

468. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar verður haldinn í fundarsal á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þann 7. janúar og hefst kl. 17:00. 

Beina útsendingu af fundinum má finna í spilaranum í hægri dálki hér (neðst ef síða er skoðuð í farsíma).

Dagskrá:

Almenn mál

1. Snjómokstur Ísafirði og Hnífsdal, útboð. - 2019100083
Tillaga frá bæjarstjóra um að bæjarstjórn heimili töku tilboða í samræmi við niðurstöðu útboðs á snjómokstri í Skutulsfirði og Hnífsdal, en tilboð voru opnuð 21. desember 2020, og minnisblaðs sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 4. janúar 2021.

Fundargerðir til kynningar

2. Íþrótta- og tómstundanefnd - 218 - 2012014F
Fundargerð 218. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 16. desember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í einum lið.

3. Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 35 - 2012011F
Fundargerð 35. fundar sameinaðrar almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, sem haldinn var 14. desember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í sjö liðum.

4. Velferðarnefnd - 454 - 2012003F
Fundargerð 454. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 11. desember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í ellefu liðum.