461. fundur bæjarstjórnar

461. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, þann 17. september 2020 og hefst kl. 17:00.

Beina útsendingu af fundinum má finna í spilaranum í hægri dálki hér (neðst ef síða er skoðuð í farsíma).

Dagskrá:

Almenn mál

1. Endurskoðun innkaupareglna Ísafjarðarbæjar - 2017050075
Tillaga frá 1120. fundi bæjarráðs, sem fram fór 7. september 2020, um að bæjarstjórn samþykki innkaupareglur og innkaupastefnu Ísafjarðarbæjar.

2. Tölvumál Ísafjarðarbæjar - 2017020127
Tillaga frá 1120. fundi bæjarráðs, sem fram fór 7. september 2020, um að bæjarstjórn samþykki kaup á tölvubúnaði fyrir sveitarfélagið, í samræmi við minnisblað innkaupa- og tæknistjóra. Þá leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 12 við fjárhagsáætlun 2020.

3. Snjómokstur Ísafirði og Hnífsdal, útboð. - 2019100083
Tillaga frá 1120. fundi bæjarráðs, sem fram fór 7. september 2020, um að bæjarstjórn samþykki tilboð í snjómokstur, í samræmi við minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.

4. Líkamsrækt á Ísafirði - 2017050073
Tillaga frá 1120. fundi bæjarráðs, sem fram fór 7. september 2020, um að bæjarstjórn samþykki samning milli Ísafjarðarbæjar og Ísófit ehf. um styrk vegna reksturs líkamsræktarmiðstöðvar.

5. Deiliskipulag í Dagverðardal - 2008060063
Tillaga frá 543. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 9. september 2020, um að bæjarstjórn heimili skipulagsvinnu.

6. Hafnarbakki 8, endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020080024
Tillaga frá 543. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 9. september 2020, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings við Hafnarbakka 8.

7. Grundarstígur 16, Flateyri. Umsókn um lóðarleigusamning - 2020080004
Tillaga frá 543. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 9. september 2020, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings við Grundarstíg 16 á Flateyri.

8. Grundarstígur 22, Flateyri. Umsókn um lóðarleigusamning - 2020080035
Tillaga frá 543. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 9. september 2020, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings við Grundarstíg 22 á Flateyri.

9. Sætún 9, umsókn um lóðarleigusamning - 2020080055
Tillaga frá 543. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 9. september 2020, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings við Grundarstíg 16 á Flateyri.

10. Sætún 5, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning - 2020090016
Tillaga frá 543. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 9. september 2020, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings við Sætún 5, Ísafirði.

11. Bæjarstjórnarfundir 2020 - 2020060061
Tillaga forseta bæjarstjórnar um dagsetningar bæjarstjórnarfunda 2020-2021, í samræmi við minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara, dags. 15. september 2020.

Fundargerðir til kynningar

12. Bæjarráð - 1120 - 2009005F
Fundargerð 1120. fundar bæjarráð, sem haldinn var 7. september 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 14 liðum.

13. Bæjarráð - 1121 - 2009010F
Fundargerð 1121. fundar bæjarráð, sem haldinn var 14. september 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 21 lið.

14. Fræðslunefnd - 418 - 2009006F
Fundargerð 418. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 10. september 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 1 lið.

15. Íþrótta- og tómstundanefnd - 211 - 2007006F
Fundargerð 211. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 2. september 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 1 lið.

16. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 543 - 2008015F
Fundargerð 543. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 9. september 2020 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 10 liðum.
16.5 2008060063 - Deiliskipulag í Dagverðardal

Ísafjarðarbær,

Bryndís Ósk Jónsdóttir,
bæjarritari.