449. fundur bæjarstjórnar

449. fundur bæjarstjórnar verður haldinn 9. janúar í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og hefst klukkan 17:00.

Beina útsendingu af fundinum má finna í spilaranum í hægri dálki hér.

Dagskrá

Almenn mál

1. Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði á Þingeyri - Sjávargata 4 - 2019100042
Tillaga 532. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 18. des sl. þar sem Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í því að nýtingarhlutfall og byggingarreitur verði skilgreind á lóð við Sjávargötu 4, að lokinni deiliskipulagsbreytingu, verður lóðin sett á lóðarlista yfir lausar lóðir.

Fundargerðir til kynningar

2. Bæjarráð - 1088 - 1912025F

Fundargerð 1088. fundar bæjarráðs sem haldinn var 6. janúar sl. Fundargerðin er í 11 liðum.