448. fundur bæjarstjórnar

448. fundur bæjarstjórnar verður haldinn 19. desember í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og hefst kl. 17:00.

Beina útsendingu af fundinum má finna í spilaranum í hægri dálki hér.

Dagskrá

Almenn mál

1. Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði. Stefnisgata 5 - 2019090004
Tillaga 531. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 11. desember sl. um að Nostalgía ehf. fái lóð við Stefnisgötu nr. 5, Suðureyri skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

2. Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði. Skólagata 8 - 2019090005
Tvær tillögur frá 531. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar.
A. Tillaga 531. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 11. desember sl., um að Nostalgía ehf. fái lóð við Skólagötu 8, Suðureyri, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjald í Ísafjarðarbæ.
B. Tillaga 531. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 11. desember sl., um að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Suðureyrarmala. Breytingin felur í sér að landnotkun Skólagötu 8,10 og A-Stíg 1 verði breytt úr íbúðarlóðum í lóðir fyrir blandaða starfsemi.

3. Nefndarmenn 2018-2022 - breytingar í velferðarnefnd - 2018050091
Tillaga um breytingu á varamanni Í-listans í velferðarnefnd.
Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir verður varamaður í stað Gunnhildar Bjarkar Elíasdóttur.

4. Nefndarmenn 2018-2022 - breytingar í skipulags- og mannvirkjanefnd - 2018050091
Tillaga um breytingu á aðalmönnum Sjálfstæðisflokks í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Daníel Jakobsson verður aðalmaður í stað Sigurðar Mar Óskarssonar.
Þóra Marý Arnórsdóttir verður formaður nefndarinnar í stað Sigurðar.

Fundargerðir til kynningar

5. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 167 - 1912003F 
Fundargerð 167. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 12. desember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.

6. Bæjarráð - 1086 - 1912011F 
Fundargerð 1086. fundar bæjarráðs sem haldinn var 9. desember sl. Fundargerðin er í 21 lið.

7. Bæjarráð - 1087 - 1912016F 
Fundargerð 1087. fundar bæjarráðs sem haldinn var 16. desember sl. Fundargerðin er í 12 liðum. 
7.13 2018050083 - Aflamark Byggðastofnunar á Flateyri

Niðurstaða Bæjarráð - 1087
Árið 2013 var komið á aflamarki Byggðastofnunar til þess að styðja við byggðalög í bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Var þessu fyrirkomulagi komið á til þess að tryggja betri fyrirsjáanleika við úthlutun, styrkja útgerðir í þeim byggðarlögum sem hafa átt undir högg að sækja og úthluta heimildunum til lengri tíma. 

Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða á Byggðastofnun að hafa samráð við viðkomandi sveitarfélag áður en skrifað er undir samning við samstarfsaðila. Bæjarráð hefur kynnt sér áform umsækjenda og haldið með þeim fund en vill árétta að sá kostur sem Byggðastofnun hefur kynnt er tillaga Byggðastofnunar sem á eftir að hljóta staðfestingu stjórnar stofnunarinnar. 

Sem samráðsaðili telur bæjarráð Ísafjarðarbæjar mikilvægt að horft sé til þess hvaða áhrif úthlutun á aflmarki Byggðastofnunar hefur á núverandi útgerð og vinnslu á Flateyri. Bæjarráð leggur áherslu á að við úthlutun aflamarks stjórnar Byggðastofnunar séu heildar hagsmunir byggðalagsins hafðir að leiðarljósi og aflamarkið nýtist til sem mestrar verðmætasköpunar þar.

8. Hafnarstjórn - 208 - 1912005F 
Fundargerð 208. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 6. desember sl. Fundargerðin er í 10 liðum.

9. Íþrótta- og tómstundanefnd - 202 - 1911024F 
Fundargerð 202. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 4. desember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.

10. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 531 - 1912010F 
Fundargerð 531. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 11. desember sl. Fundargerðin er í 10 liðum.

11. Starfshópur um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa - 4 - 1804006F
Fundargerð 4. fundar starfshóps um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa sem haldinn var 5. desember sl. Fundargerðin er í 1 lið.

12. Velferðarnefnd - 444 - 1911010F 
Fundargerð 444. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 5. desember sl. Fundargerðin er í 5 liðum.