Bæjarstjórn - 192. fundur - 15. desember 2005

 

Fjarverandi aðalfulltrúar:Guðni G. Jóhannesson í h. st. Björgmundur Ö. Guðmundsson.Bryndís G. Friðgeirsdóttir í h. st. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

 


Dagskrá:

 

I. Fundargerðir bæjarráðs 30/11. 5/12. og 12/12.


II. Fundargerð almannavarnarnefndar 29/11.


III.Fundargerð atvinnumálanefndar 30/11.


IV. Fundargerð barnaverndarnefndar 7/12.


V. Fundargerð félagsmálanefndar 6/12.


VI. Fundargerð hafnarstjórnar 6/12.


VII. Fundargerð starfshóps um skipulagsmál á hafnarsvæði á Ísafirði 1/12.


VIII. Fundargerð umhverfisnefndar 7/12.


IX. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2006, síðari umræða.


X. Fundargerð fræðslunefndar 13/12.


Tekin inn með afbrigðum samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar.


XI. Kosning fulltrúa og formanns í íþrótta- og tómstundanefnd.


Tekið inn með afbrigðum samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar.



I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Lárus G. Valdimarsson, Ragnheiður Hákonardóttir, Svanlaug Guðnadóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Magnús Reynir Guðmundsson og Ingi Þór Ágústsson.

 

Lárus G. Valdimarsson lagði fram tvær skriflegar fyrirspurnir til Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, er varða framkvæmdir við Grunnskólann á Ísafirði.

 


Fundargerðin 30/11. 459. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 5/12. 460. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 12/12. 461. fundur.


3. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


5. liður. Tillaga bæjarráðs um staðfestingu samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



II. Almannavarnanefnd.

 

 

Til máls tók: Ragnheiður Hákonardóttir


Fundargerðin 29/11. 58. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



III. Atvinnumálanefnd.



Fundargerðin 30/11. 60. fundur.


4. liður. Tillaga atvinnumálanefndar samþykkt 8-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



IV. Barnaverndarnefnd.



Fundargerðin 7/12. 63. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



V. Félagsmálanefnd.



Fundargerðin 6/12. 262. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



VI. Hafnarstjórn.

 

 

Til máls tóku: Ragnheiður Hákonardóttir, Lárus G. Valdimarsson og Magnús Reynir Guðmundsson.


Fundargerðin 6/12. 109. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



VII. Starfshópur um skipulagsmál á hafnarsvæði á Ísafirði.



Fundargerðin 1/12. 10. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



VIII. Umhverfisnefnd.

 

 

Til máls tóku: Lárus G. Valdimarsson, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Birna Lárusdóttir, forseti, Magnús Reynir Guðmundsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Björgmundur Ö. Guðmundsson.

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta við 7. lið 223. fundargerðar umhverfisnefndar:


,,Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa deiliskipulag fyrir botni Tungudals í Skutulsfirði með göngustíg ofan á aðrennslispípu. Göngustígurinn skal tengjast framtíðargöngustígakerfi á svæðinu."

 


Fundargerðin 7/12. 223. fundur.


2. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


3. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


5. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 7-0.


Magnús Reynir Guðmundson gerði grein fyrir hjásetu sinni.


7. liður. Tillaga meirihluta borin fram af forseta samþykkt 6-3.


Lárus G. Valdimarsson gerði grein fyrir mótatkvæði sínu.


Fundargerðin í heild sinni samþykkt 9-0.



IX. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2006, síðari umræða.

 

 

Til máls tóku: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Magnús Reynir Guðmundsson og Lárus G. Valdimarsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram breytingartillögur meirihluta bæjarstjórnar í ellefu liðum við frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2006 nú við síðari umræðu og gerði grein fyrir þeim í stefnuræðu meirihluta bæjarstjórnar.


Í breytingartillögum meirihluta bæjarstjórnar er gert ráð fyrir, að rekstrartölur hækki um samtals kr. 7.802.000.- og fjárfestingar um samtals kr. 2.500.000.- og verði þessum útgjöldum mætt með lántöku. Tillögurnar eru sundurliðaðar á sérstöku yfirliti.


Breytingartillögurnar voru lagðar fram á 461. fundi bæjarráðs þann 12. desember s.l. og þaðan vísað til síðari umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.


Jafnframt lagði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, fram á fundinum svohljóðandi tillögu að gjaldskrá fyrir heimaþjónustu:


Gjald fyrir heimaþjónustu skal vera kr. 550.- á klukkustund. Heimilt er að veita undanþágu frá þessu gjaldi gegn framvísun tilheyrandi gagna.


Einstaklingur með kr. 95.000.- í mánaðartekjur eða lægra kr. 0.-


Hjón með kr. 148.000.- á mánuði eða lægra kr. 0.-


Einstaklingur með kr. 95.000.- til kr. 145.000.- í mánaðartekjur kr. 240.-


Hjón með kr. 148.000.- til kr. 197.000.- í mánaðartekjur kr. 240.-


Einnig lagði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, fram svohljóðandi tillögu meirihluta bæjarstjórnar á fundinum:


Forgangsgjaldskrá leikskóla Ísafjarðarbæjar:


Samkvæmt þessari tillögu er forgangsgjaldskrá 35% lægri en almenna gjaldskráin og miðast einungis við dvalargjald, en ekki við fæðisgjald.

 

Almennt gjald Forgangsgjald
4 tímar 12.625 8.206
5 tímar 15.780 10.257
6 tímar 18.930 12.304
7 tímar 22.090 14.358
8 tímar 25.245 16.409
9 tímar 28.400 18.460

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hálft aukagjald 30 mín. er 1.580 kr. en 35% lægra fyrir þá sem greiða skv. forgangsgjaldskrá.

 

Hverjir borga samkvæmt forgangsgjaldskrá:

 

  1. Einstæðir foreldrar.
  2. Námsmenn, ef báðir foreldrar eru í námi.

 

Gögn sem verða að fylgja:

 

  1. Vottorð um töku meðlags.
  2. Staðfesting frá skóla um fullt nám.

 

1. Afsláttur vegna dagmæðragjalda hækkar um 30%


2. Leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags verður greidd skv. gjaldskrá. Horft verður til vinnu Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna samræmdrar gjaldskrár en verði hún ekki tilbúin 1. janúar 2006 verður greitt skv. samkomulagi við viðkomandi sveitarfélag.


3. Systkinaafsláttur verður aukinn til að létta foreldrum kostnað vegna barna sinna á leikskóla / hjá dagmóðir / í heilsdagsskóla. Systkinaafsláttur verði 30% með öðru barni og frítt verði fyrir þriðja barn.

 


Magnús Reynir Guðmundsson, F-lista, flutti greinargerð við síðari umræðu um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja vegna ársins 2006.

 


Lárus G. Valdimarsson, S-lista, lagði fram svohljóðandi tillögur minnihluta á fundinum:


Tillaga við gjaldskrá:


Fallið verði frá hækkun sorphirðu- og sorpeyðingargjalda heimila í kr. 20.000.- enda voru þessi gjöld hækkuð verulega á þessu ári. Gangi þessi hækkun eftir munu þessi gjöld hafa hækkað um rúm 80% á tveimur árum. Kostnaður um kr. 3 milljónir.


Tillögur við gatnaframkvæmdir:


Hætt verði við frestun framkvæmda við verkið ,,Sindragata, Ásgeirsgata - Tangi" enda búið að vera vandræðamál mjög lengi. Brýnt er að koma þessum vegspotta í viðunandi horf þannig, að þau fyrirtæki sem staðsett eru á Suðurtanga líði ekki lengur fyrir ástand þessa torleiðis. Kostnaður verði metinn af tæknideild.


Hafin verði vinna við verkið ,,Túngata, Suðureyri" á árinu 2006 í stað ársins 2007, farið í undirbyggingu fyrir malbik í stað þess, eins og áætlað er, að setja klæðningu á götu. Þetta er eitt þeirra verka sem ekki þola lengri bið. Kostnaður verði metinn af tæknideild.

 

Lárus G. Valdimarsson, lagði fram svohljóðandi bókun S-lista:


Bókun við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2006. ,,Undirritaðir bæjarfulltrúar S-lista taka undir margt af því sem fram kom í greinargerð bæjarfulltrúa Magnúsar Reynis Guðmundssonar. Sérstaklega teljum við gagnrýnisvert hve lítið samráð er haft við fulltrúa minnihluta í fjárhagsáætlunarferlinu. Einnig teljum við að kynningu og umræðu um fjárhagsáætlun í fagnefndum bæjarins sé verulega ábótavant, þrátt fyrir að ekki sé um verulegan ágreining milli meiri- og minnihluta um stærstu hluta fjárhagsáætlunarinnar. Þó teljum við of langt gengið í frestun brýnna verkefna í viðhaldi gatna. Við teljum breytingu á gjaldskrá leikskóla ásamt hækkun niðurgreiðslu til dagmæðra jákvæðar tillögur. Einnig ber að fagna samkomulagi sveitarfélaganna Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps, þó óskandi hefði verið að samkomulag hefði einnig náðst um stofnkostnað nýs safnahúss Byggðasafns Vestfjarða. Að öðru leyti vísum við til bókunar við fyrri umræðu.


Í myrku skammdegi aðventu horfum við til birtu vorsins í víðtækri merkingu þeirrar vonar. Tími breytinga er vonandi framundan enda löngu tímabært og reyndar öllum hollt.


Undirritað af Lárusi G. Valdimarssyni og Sæmundi Kr. Þorvaldssyni.

 


Sæmundur Kr. Þorvaldsson, S-lista, lagði fram svohljóðandi breytingartillögur við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja á 191. fundi bæjarstjórnar og var þeim vísað til síðari umræðu á þeim fundi:


1. Liður 0922 - Aðalskipulag.


Var kr. 3.100.000.- verði kr. 5.100.000.- Liðurinn verði hækkaður um kr. 2.000.000.- og upphæðinni verði varið í gerð aðalskipulags í Hornstrandafrið- landinu og Grunnavíkurhreppi hinum forna.


Greinargerð:


Illu heilli hefur ekki verið knýjandi þörf á að skipulagsáætlanir hafi verið í gildi um allt sveitarfélagið undanfarin ár. Af ýmsum ástæðum virðist þetta nú vera að breytast nokkuð og æ oftar berast umsóknir um leyfi fyrir framkvæmdum af ýmsu tagi víðsvegar í dreifbýlishluta sveitarfélagsins. Eitt af þeim svæðum þar sem sérstakarar aðgæslu er þörf með hliðsjón af verndargildi er friðlandið á Hornströndum og reyndar á það sama við um aðliggjandi svæði, sem er hinn forni Grunnavíkurhreppur.


Þetta svæði er án alls vafa kunnasta ferðamannasvæði sveitarfélagsins og afar brýnt að skipulagsmál séu þar í föstum skorðum. Eins og staðan er nú á skipulagsmálum svæðisins metur flutningsmaður það svo að ekki sé boðlegt að fjalla faglega um eða afgreiða umsóknir um stór sem lítil mál á þessu svæði.


2. Liður 0923 - Deiliskipulag.


Var kr. 4.680.000.- verði kr. 5.180.000.-. Liðurinn verði hækkaður um kr. 500.000.- og upphæðinni varið til gerðar deiliskipulags í miðbæ Þingeyrar.


Greinargerð:


Nú virðist hylla undir það að ákveðnum áfanga ljúki við endurgerð a.m.k. tveggja gamalla og sögufrægra húsa í miðbæ Þingeyrar. Finna þarf öðru þessara húsa stað innan skamms m.a. með tilliti til afstöðu við önnur eldri hús á svæðinu. Afar mikilvægt er að miðhluti þorpsins verði skoðaður í samhengi þegar ákvörðun um staðsetningu er tekin og því ekki hjá því komist að hefja deiliskipulagsgerð sem fyrst.


Undirritað af Sæmundi Kr. Þorvaldssyni, vara bæjarfulltrúi S-lista.

 


Lárus G. Valdimarsson, S-lista, lagði fram svohljóðandi tillögu við frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja, er tekin var fyrir á 461. fundi bæjarráðs þann 12. desember s.l. og vísað þaðan til síðari umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn:


Lagt er til að Ísafjarðarbær endurskoði fyrri ákvörðun sína, á 428.fundi bæjarráðs þann 11.apríl 2005, um nýtingu forkaupsréttar hlutafjár í eignarhaldsfélaginu Hvetjanda hf. Markmið félagsins var að auka hlutafé þess í kr. 200.000.000,- og var stofnaðilum þess sent bréf þess efnis, dagsett 31. mars 2005, þar sem þeim var boðinn forkaupsréttur að hlutafé. Hluti stofnfjár var í formi hlutabréfa og vegna verulegrar rýrnunar þeirra hefur eigið fé félagsins rýrnað í stað þess að aukast.


Ljóst er að þörfin fyrir sjálfbært og öflugt eignarhaldsfélag er mjög mikil og því er lagt til að Ísafjarðarbær lýsi sig reiðubúinn að leggja allt að 25 milljónir króna til félagsins. Framlagið sé háð því að aðrir hluthafar, nýir jafnt sem eldri, sameinist um að settu markmiði sem að ofan er getið, verði náð fyrir lok ársins 2006. Jafnhliða verði fulltrúum Ísafjarðarbæjar í stjórn félagsins falið að beita sér fyrir endurskoðun samþykkta félagsins innan stjórnar.


Ofangreindu fjárframlagi verði mætt með lántöku.


Greinargerð:


Ísafjarðarbær lagði inn hlutafé að upphæð kr. 40.000.000,- við stofnun félagsins, hluti þess var í formi hlutabréfa sem nú hefur þurft að afskrifa vegna gjaldþrots. Hlutur Ísafjarðarbæjar er í dag um 26 milljónir króna vegna þessa og ljóst að félagið mun ekki geta sinnt hlutverki sínu að neinu marki nema takist að efla það verulega.


Jafnframt er það deginum ljósara að heimamenn þurfa að hafa forgöngu um að efla félagið ef takast á að fá hluthafa utan Ísafjarðarbæjar til að leggja fé í félagið. Endurskoða þarf samþykktir félagsins til að gera því betur kleyft að sinna hlutverki sínu við eflingu sprotafyrirtækja.


Undirritað af Lárusi G. Valdimarssyni, bæjarfulltrúa S-lista.

 

Á 461. fundi bæjarráðs þann 12. desember s.l., var lögð fram fjárhagsáætlun Byggðasafns Vestfjarða fyrir árið 2006 og var henni vísað til afgreiðslu með fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2006, við síðari umræðu í bæjarstjórn.

 

Afgreiðsla á tillögum og breytingatillögum við frumvarp að fjárhagsáætlun 2006.

 

Tillaga meirihluta bæjarstjórnar í ellefu liðum, um aukinn rekstrarkostnað kr. 7.802.000.- og auknar fjárfestingar kr. 2.500.000.- ásamt heimild til lántöku þeirra fjárhæða samkvæmt framlagðri sundurliðun samþykkt 7-0.


Tillaga meirihluta bæjarstjórnar vegna gjaldskrár heimaþjónustu samþykkt 7-0.


Tillaga meirihluta bæjarstjórnar um forgangsgjaldskrá leikskóla Ísafjarðarbæjar samþykkt 7-0.


Tillaga minnihluta bæjarstjórnar um gjaldskrá sorphirðu- og sorpeyðingargjöld felld 6-3.


Tillaga minnihluta bæjarstjórnar um framkvæmdina Sindragata, Ásgeirsgata - Tangi.


Tillaga forseta um vísan til tæknideildar til frekari skoðunar og kostnaðarmats samþykkt 8-0.


Tillaga minnihluta bæjarstjórnar um framkvæmdina Túngata, Suðureyri


Tillaga forseta um vísan til tæknideildar til frekari skoðunar og kostnaðarmats samþykkt 8-0.


Tillaga Sæmundar Kr. Þorvaldssonar, S-lista, við liðinn 0922 Aðalskipulag í frumvarpi að fjárhagsáætlun 2006 samþykkt 8-0.


Tillaga Sæmundar Kr. Þorvaldssonar, S-lista, við liðinn 0923 Deiliskipulag í frumvarpi að fjárhagsáætlun 2006 samþykkt 8-0.


Tillaga Lárusar G. Valdimarssonar, S-lista, vegna eignarhaldsfélagsins Hvetjanda hf.


Fram kom tillaga frá meirihluta bæjarstjórnar um að vísa tillögu Lárusar G. Valdimarssonar vegna eignarhaldsfélagsins Hvetjanda hf., til úrvinnslu í bæjarráði samþykkt 8-0.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, bar upp til samþykktar frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2006, með áorðnum breytingum, fjármagnsstreymi, texta og heimildarákvæðum. Samþykkt 6-0.

 

Lárus G. Valdimarsson gerði grein fyrir hjásetu sinni.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir atkvæði sínu.



X. Fræðslunefnd.

 

 

Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 


Fundargerðin 13/12. 230. fundur.


1. liður. Tillaga fræðslunefndar um ráðningu Helgu Bjarkar Jóhannsdóttur í starf leikskólastjóra á leikskólanum Sólborg, Ísafirði, samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



XI. Kosning fulltrúa og formanns í íþrótta- og tómstundanefnd.

 

 

Tillaga borin fram af Svanlaugu Guðnadóttur. ,,Þar sem Bryndís Birgisdóttir D-lista hefur sagt af sér sem fulltrúi D-lista í íþrótta- og tómstundanefnd sökum anna, samþykkir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar eftirfarandi: Jón Hálfdán Pétursson D-lista tekur sæti sem aðalmaður og formaður og Ingólfur Þorleifsson D-lista tekur sæti sem varamaður."

 

Tillagan samþykkt 7-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 19:25.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

 

Birna Lárusdóttir, forseti.

 

Björgmundur Ö. Guðmundsson. Svanlaug Guðnadóttir.

 

Ragnheiður Hákonardóttir. Ingi Þór Ágústsson.

 

Lárus G. Valdimarsson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

 

Magnús Reynir Guðmundsson.

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?