Starfshópur um skipulagsmál á hafnarsvæði á Ísafirði.

10. fundur

Fundur starfshóps um skipulagsmál á hafnarsvæði á Ísafirði var haldinn fimmtudaginn 1. desember 2005 kl. 11:00. Fundarstaður: Fundarsalur bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Fundarritari: Stefán Brynjólfsson.
Mættir eru: Guðni Geir Jóhannesson, formaður bæjarráðs, Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar, Ragnheiður Hákonardóttir, formaður hafnarstjórnar, Jóhann Birkir Helgason, bæjar-tæknifræðingur og Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi.

  1. Rammaskipulag hafnarsvæðis.

Farið var yfir athugasemdir sem hafnarstjórn og umhverfisnefnd hafa gert við rammaskipulagið.

Bæjartæknifræðingi falið að koma ábendingum starfshópsins, í samræmi við umræður á fundinum, á framfæri við arkitekt skipulagsins.
Hópurinn telur að æskilegt verði að vinna tillöguna svo hún geti komið til afgreiðslu í bæjarstjórn 15. desember n.k.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 12:00

Guðni Geir Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður hafnarstjórnar. Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar.

Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi. Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur.