Börn: Íþróttir og tómstundir

Hér má finna yfirlit yfir íþróttir og tómstundir í boði fyrir börn og ungmenni í Ísafjarðarbæ. Síðan er uppfærð reglulega.

Ábendingar um námskeið má senda á postur@isafjordur.is.

Sumarnámskeið 2023

Golfnámskeið Golfklúbbs Ísafjarðar

Golfklúbbur Ísafjarðar býður upp á golfnámskeið fyrir börn og unglinga. Æfingar byrja 8. júní og standa til 17. ágúst og eru tvisvar í viku fyrir börn og unglinga upp að 16 ára aldri.

Þeir sem eru eldri en 16 mæta á nýliðanámskeið Golfklúbbs Ísafjarðar.

11 ára á árinu og yngri: þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14.00-15.00

12 ára á árinu og til 16 ára: þriðjudaga og fimmtudaga kl. 15.00-16.00

Æfingagjöld eru 25.000 kr. fyrir sumarið.

Nánari upplýsingar



Sumarnámskeið í skapandi textíl

Saumaðu þína eigin textílfígúru - 10 til 16 ára

Á námskeiðinu munu þátttakendur læra að búa til sína eigin textíl fígúru út frá eigin hönnun. Þátttakendur vinna með allskonar efni, liti, garn, textílliti, pappír, ýmis saumaverkfæri og saumavél.

Þátttakendur munu læra að virkja ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn, hanna sína eigin fígúru og búa til snið, að lokum sauma saman sína eigin textílfígúru.

Tíma- og dagsetningar:

Mánudag til föstudag frá kl. 10:00 til 14:00.
Staðsetning: Gamla netagerðin á Ísafirði.
Þær vikur sem eru í boði: 3.-7. júlí og 10.-14. júlí



Íþrótta- og leikjanámskeið HSV

HSV býður upp á íþrótta- og leikjanámskeið fyrir börn fædd 2013-2016.

Námskeiðin verða á eftirfarandi dögum:
12.-16. júní → Verð 6000 krónur
19.-23. júní → Verð 6000 krónur
26.-30. júní → Verð 6000 krónur

Skrá þarf iðkendur á allar þær vikur sem taka á þátt í.

Skráning 
Námskeiðin eru alla virka daga frá kl. 9-12. Krakkarnir geta fengið vistun frá kl. 8:30 án skipulagðrar dagskrár.

Fyrir börn í 1.-2. bekk (2015-2016) verður almennt námskeið með ýmsum leikjum, fjöru og hjólaferðum, sundi, fjallgöngum og fleira.

Fyrir börn í 3.-.4 bekk (2013-2014) verður klifurnámskeið fyrstu vikuna. Í annarri viku verður golfnámskeið og í þeirri þriðju almennt námskeið.

Á öllum námskeiðunum er nesti borðað um miðjan morgun og koma allir með hollt og gott nesti að heiman.

Rétt er að taka fram að öll börn eru velkomin á íþrótta- og leikjanámskeið HSV, búseta á starfssvæði HSV er ekki skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Heiðar Birnir Torleifsson á netfanginu ithrottaskoli@hsv.is

 



Tungumálatöfrar

Tungumálatöfrar er íslenskunámskeið fyrir 5–9 ára börn sem fram fer í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 08. ágúst – 13. ágúst 2023. Kennt er frá 10-14 á daginn, mánudag til föstudags. Börn koma með hollt nesti með sér. Báðum námskeiðum lýkur síðan með Töfragöngu á Ísafirði laugardaginn 13. ágúst frá kl. 11-13. 

Nánari upplýsingar og skráning



Töfraútivist

Töfraútivist Tungumálatöfra er hressandi útivistarnámskeið fyrir 10-14 ára sem fram fer á Flateyri og nágrenni 08. ágúst – 13. ágúst 2023. Kennt er frá 10-14 á daginn, mánudag til föstudags. Börn koma með hollt nesti með sér. Báðum námskeiðum lýkur síðan með Töfragöngu á Ísafirði laugardaginn 13. ágúst frá kl. 11-13.

Nánari upplýsingar og skráning



Siglinganámskeið Sæfara

Siglinganámskeið Sæfara fyrir börn 10 ára og eldri (börn fædd 2013) verða haldin í sumar, sem undanfarin sumur. Námskeiðin eru 5 daga í senn, frá mánudegi til föstudags, frá klukkan 8.00-12.00
Skráning fer fram á isonamskeid@gmail.com.
Muna að láta kennitölu barna fylgja með skráningu og símanúmer forráðamanns

  1. 12.-16. júní (FULLT)
  2. 19.-23. júní (nokkur laus pláss)
  3. 26.-30. júní (FULLT)
  4. 3.-7. júlí (FULLT)
  5. 10.-14. júlí (FULLT)
  6. 17. júlí - 21. júlí (FULLT)

Námskeiðsgjaldið er 20.000 kr. 



Leiklistarnámskeið

Leiklistarhópur Halldóru býður upp á fjögur ólík námskeið fyrir börn fædd árin 2009 – 2018. 

Umsjónarmaður er Halldóra Jónasdóttir sem er með B.Ed. í grunnskólakennslu með leiklist sem kjörsvið og MA í Applied Theatre and Intervention. Henni til aðstoðar er Soffía Rún Pálsdóttir sem hefur tekið þátt í öllum verkefnum á vegum leiklistarhópsins síðan árið 2017.

Námskeiðin sem eru í boði að þessu sinni eru:

10. júlí – 14. júlí:
Leiklistarnámskeið fyrir 7 – 9 ára
Skapandi námskeið fyrir 10 – 13 ára
17. júlí – 21. júlí
Leikja- og sviðsframskomunámskeið fyrir 5 – 7 ára
Söngleikjanámskeið fyrir 8 – 13 ára
31. júlí – 4. ágúst:
Leiklistarnámskeið fyrir 7 – 9 ára
Skapandi námskeið fyrir 10 – 13 ára

Nánari upplýsingar á www.doruleiklist.com 

 

 

Íþróttir

Flest íþróttafélög á svæðinu starfa undir merkjum Héraðssambands Vestfjarða, HSV. Æfingatöflur eru hér fyrir neðan en allar nánari upplýsingar um skráningu og starfið má finna á vef sambandsins, www.hsv.is

Æfingatöflur HSV 2022-2023

Blak

Handbolti

Íþróttaskóli

Knattspyrna

Vor/haust

Vetur

Körfubolti

Skotís

 

Listnám

Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar – hljóðfæra- og söngkennsla

Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar býður upp á kennslu á píanó, gítar og í söng.

Hægt er að innrita sig með því að senda tölvupóst á listaskoli@edinborg.is eða hringja í síma 864-2998.

Nánari upplýsingar

Tónlistarskóli Ísafjarðar – tónlistarnám

Við Tónlistarskólann á Ísafirði er kennt á eftirtalin hljóðfæri: Píanó, gítar, bassagítar, fiðlu, selló, harmonikku, blokkflautu, þverflautu, saxófón, trompet, kornett, tenórhorn, horn, klarinettu, básúnu og slagverk. Forskóli og tónasmiðja eru fyrir yngstu nemendurna og skipulagt kórastarf fyrir börn á öllum aldri. Einnig er boðið upp á nám í raftónlist og margvíslegt hljómsveitastarf.

Nánari upplýsingar

 

Styrkir til tómstundastarfs

Ekki er boðið upp á hefðbundna frístundastyrki hjá Ísafjarðarbæ, þess í stað er sveitarfélagið í samstarfi við HSV um að starfrækja íþróttaskóla fyrir börn í 1.-4. bekk þar sem þeim er boðið upp á fjölbreytt starf í samfellu við skóladag nemenda.

Sérstakir akstursstyrkir eru í boði fyrir fjölskyldur barna og unglinga í Dýrafirði, Súgandafirði og Önundarfirði sem þurfa að fara langan veg til að stunda viðurkennt íþrótta- eða tómstundastarf.