EarthCheck

earthcheck.png

Sveitarfélögin á Vestfjörðum eru með silfurvottun frá umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck. Vottunin er veitt fyrir starfsemi sveitarfélaganna níu á Vestfjörðum þar sem ýmsir þættir eru skoðaðir eins og innkaup sveitarfélaga, orkunotkun og nýting, vatnsnotkun og nýting, sorpförgun og endurvinnsla ásamt ýmsum öðrum þáttum.

EarthCheck eru alþjóðleg samtök sem bjóða upp á viðmiðunar-og vottunarkerfi sem stuðlar að sjálfbærri ferðaþjónustu. Samtökin eru með höfuðstöðvar í Ástralíu og eru þróuð af fyrirtæki sem er í eigu ástralskrar ferðamannaþjónustu, ríkis og háskóla. EarthCheck eru einu samtökin sem umhverfisvotta starfsemi sveitarfélaga.