Fólk með fötlun

Ísafjarðarbær hefur með höndum þjónustu við fólk með fötlun skv. þjónustusamningi við Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðra. Þjónusta við fólk með fötlun felst m.a. í akstursþjónustu, liðveislu, hæfingu og búsetuúrræðum bæði til skamms og langs tíma.

Þjónustan er á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar og eru deildarstjórar og forstöðumenn starfandi í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, en þjónustan sjálf er eðli málsins samkvæmt mjög dreifð og eru starfsmenn mjög víða um allt sveitarfélagið.

Viðtalstímar

Viðtalstímar eru í boði hjá starfsfólki velferðarsviðs alla virka daga milli kl. 13:00 og 15:00. Hægt er að bóka tíma í gegnum bókunarkerfi Ísafjarðarbæjar eða með því að hringja í síma 450 8000 á skrifstofutíma.

Akstursþjónusta

Símanúmer fyrir bókanir og afbókanir akstursþjónustu er opið fyrir þjónustuþega. Númerið er 615 4610.

Umsóknir um þjónustu

Afsláttur af fasteignagjöldum (öryrkjar og eldri borgarar)
Akstursþjónusta
Búsetuþjónusta
Frístundaþjónusta
Heimaþjónusta
NPA
Skammtímavistun
Stuðningsfjölskylda
Styrkur vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra