Forsetakosningar 2024

Kjörfundur vegna forsetakosninga í Ísafjarðarbæ verður haldinn þann 1. júní 2024. 

Kjörfundur hefst kl. 09:00 í öllum kjördeildum og stendur til kl. 22:00 í 1.-3. kjördeild en til kl. 20:00 í 4.-6. kjördeild. Kosið verður á eftirtöldum stöðum:

1.-3. kjördeild í Menntaskólanum á Ísafirði

4. kjördeild í Grunnskólanum á Suðureyri

5. kjördeild í Grunnskóla Önundarfjarðar á Flateyri

6. kjördeild í Grunnskólanum á Þingeyri

Kjörskrá liggur frammi til kjördags á skrifstofu Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1 Ísafirði. Kjósendur eru minntir á að hafa með sér persónuskilríki á kjörstað. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag verður í Menntaskólanum á Ísafirði. Sími yfirkjörstjórnar á kjördag er 450 4407.

Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili á viðmiðunardegi.  Kjósendur geta kannað hvar þeir eiga að kjósa á vef Þjóðskrár.

Listi yfir frambjóðendur

Arnar Þór Jónsson

Ásdís Rán Gunnarsdóttir

Ástþór Magnússon Wium

Baldur Þórhallsson

Eiríkur Ingi Jóhannsson

Halla Hrund Logadóttir

Halla Tómasdóttir

Helga Þórisdóttir

Jón Gnarr

Katrín Jakobsdóttir

Kári Vilmundarson Hansen

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Viktor Traustason

Yfirkjörstjórn

Yfirkjörstjórn skal kosin á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar til fjögurra ára í senn. Yfirkjörstjórnir skulu jafnan vera reiðubúnar til þess að mæta fyrirvaralaust á fundi á kjördegi til ákvarðana og úrskurða í sambandi við kosninguna ef með þarf. 

Yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar:

Kristín Þóra Henrysdóttir, kristinhenrysd@gmail.com,  s. 823 2078.

Jóhanna Oddsdóttir, granigardur@hotmail.com, s. 848 0915

Óðinn Gestsson, odinn@icelandicsaga.is, s. 892 2482

Tímalína

Tímalína fyrir forsetakosningar 1. júní 2024

1. mars: Rafræn söfnun meðmæla hefst
Opnað fyrir rafræna söfnun meðmæla fyrir frambjóðendur

24. apríl: Viðmiðunardagur kjörskrár
Á kjörskrá eru þau sem uppfylla skilyrði til að kjósa í kosningum.

26. apríl: Framboðsfrestur rennur út
Framboðsfrestur rennur út klukkan 12:00

26. apríl: Kjörskrá tilbúin
Hægt verður að fletta upp hvort einstaklingur sé á kjörskrá eftir þennan dag.

2. maí: Auglýsing hverjir eru í kjöri
Landskjörstjórn auglýsir eigi síðar en 2. maí hvaða frambjóðendur eru í kjöri

2. maí: Kosning utan kjörfundar hefst eigi síðar
Hægt er að kjósa m.a. hjá sýslumönnum, í sendiráðum og hjá ræðismönnum erlendis

31. maí: Kosningu utan kjörfundar erlendis lýkur
Ekki er hægt að kjósa erlendis á kjördag.

1. júní: Forsetakosningar
Kosið um hver verður forseti Íslands.

Hæfi kjörstjórnarmanna

Hæfisreglum kosningalaga var breytt 1. september 2023, eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar, vegna of strangra hæfisreglna sem olli vandkvæðum við mönnun undirkjörstjórna.

Í 18. gr. laganna segir:

Kjörstjórnarmaður, sbr. 15. gr., og fulltrúi í landskjörstjórn skal víkja sæti ef til úrskurðar er mál:

a. er varðar maka hans eða sambúðarmaka, enda sé sambúðin skráð í þjóðskrá, eða þann sem er skyldur honum eða mægður í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur honum með sama hætti við ættleiðingu, eða

b. ef að öðru leyti en greinir í a-lið eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.

Ágreiningi um hæfi kjörstjórnarmanns og fulltrúa í landskjörstjórn til að úrskurða í máli má skjóta til úrskurðarnefndar kosningamála skv. 22. gr.

 

Með öðrum orðum þýðir þetta að kjörstjórnarmaður er vanhæfur EF hann er tengdur frambjóðanda með eftirfarandi hætti OG verið er að úrskurða um mál þar sem vensl eru eftirfarandi:

  1. Er eða hefur verið maki frambjóðanda.
  2. Er eða hefur verið í skráðri sambúð með frambjóðanda.
  3. Er skyldur í beinan legg: Afi, amma, mamma, pabbi, barn eða barnabarn er frambjóðandi.
  4. Er skyldur í öðrum lið til hliðar: Systkini, frændsystkini, föður- eða móðursystkini er frambjóðandi.
  5. Mægður frambjóðanda í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar. Með mægðun er hér átt við tengsl sem stofnast gegnum hjúskap. Veldur það þá vanhæfni ef maki þinn er skyldur frambjóðanda sem segir í 3 og 4 lið.
  6. Skyldleiki samkvæmt 3. 4. og 5 lið gilda einnig um ættleiðingar.

Ef vafi leikur á um hæfi er kjörstjórnarmönnum bent á að hafa samband við yfirkjörstjórn.