Hafnarstjórn

109. fundur

Árið 2005, þriðjudaginn 6. desember kl. 17:00 var haldin fundur í hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar á skrifstofu hafnarinnar, hafnarhúsinu Ásgeirsbakka.
Mætt eru Ragnheiður Hákonardóttir formaður, Sigurður Hafberg, Jóhann Bjarnason, Kristján Andri Guðjónsson og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð. Sigurður Þórisson boðaði forföll og varamaður hans einnig.

Þórir Sveinsson fjármálastjóri er mættur til fundar undir 1. og 2. lið.

Þetta var gert.

1. Mánaðarskýrsla.

Mánaðarskýrsla fjármálastjóra um rekstur og fjárfestingar janúar -október 2005.
Fjármálastjóri skýrði frá helstu tekju- og gjaldaliðum í rekstri hafnarinnar.
Kemur fram að afkoma hafnarsjóðs hefur helduð batnað, heldur en endurskoðuð áætlun gerði ráð fyrir.

2. Fjárhagsáætlun 2006. 2005-04-0035.

Helstu framkvæmda- og tekjutölur. Kemur fram að gert er ráð fyrir talsverðri tekjuaukningu, sem kemur til vegna aukningu á lönduðum afla og móttöku skemmtiferðaskipa og þjónustu við þau.

Hafnarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun þar sem gert er ráð fyrir tekjum áætluðum kr.122.823.000.- og gjöldum áætluðum kr. 103.807.000.-. Einnig að framkvæmt verður fyrir kr. 26.585.000.- á næsta ári. Gert er ráð fyrir að mæta framkvæmdaþörf með lántöku. Afborganir langtímalána eru áætlaðar kr. 17.956.000.- Þjónustugjaldskrá hækkar um 5% vegna verðlagshækkana, en aflagjöld verða óbreytt.
Þjónusta hafnsögubáts hækkar um 30%.

Þórir Sveinsson víkur af fundi kl. 18.40.

3. Breyting á hafnalögum og endurröðun verkefna 2006 - 2008. 2005-05-0081.

Erindi frá Siglingastofnun dagsett 29. nóvember 2005, þar sem kynnt er frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum nr. 61/2003.

Hafnarstjórn fagnar framkomnu frumvarpi, þar sem það stuðlar að hægari framkvæmdarhraða verkefna, sem bundin eru sólarlagsákvæðum og mun hafa jákvæð áhrif á rekstur hafnarsjóðs.

4. Greinargerð um rafsegulsviðsmælingar í Hafnarhúsinu á Ísafiði.

Skýrsla unnin af Friðriki Alexanderssyni hjá Rafteikningu í Reykjavík. Hafnarstjórn bendir á að gerð var mæling á rafsegulsviði á skrifstofu hafnarinnar árið 2004 og eru niðurstöður þessarar mælingar talsvert á annan veg. Hafnarstjóra er falið að fá sérfræðiálit á þessum tveimur skýrslum. Jafnframt telur hafnarstjórn að það beri að finna annan stað fyrir spennistöðina þar sem þetta samrýmist ekki núgildandi kröfum um aðbúnað á vinnustað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:45.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður.

Sigurður Hafberg. Jóhann Bjarnason.

Kristján Andri Guðjónsson. Guðmundur M Kristjánsson, hafnarstjóri.