Atvinnumálanefnd

60. fundur

Árið 2005, miðvikudaginn 30. nóvember kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Kristján G. Jóhannsson, formaður, Björn Davíðsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Gísli H. Halldórsson, Áslaug Jensdóttir og Rúnar Óli Karlsson, ritari.

Þetta var gert:

  1. Fjárhagsáætlun.
  2. Farið yfir frumvarp fjárhagsáætlunar. Rúnari Óla falið að ræða við bæjarstjóra og fjármálastjóra um tillögur nefndarinnar.

  3. Upplýsingamiðstöð.
  4. Búið er að segja upp samningi við Vesturferðir vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar með bréfi dagsett 22. nóvember 2005. Gert er ráð fyrir því í fjárhagsáætlun næsta ár, að Ísafjarðarbær reki miðstöðina.

  5. Nýsköpunarsjóður námsmanna. – Umsókn um styrk. (2005 110089)
  6. Erindi frá Nýsköpunarsjóði námsmanna dagsett 20. nóvember 2005, þar sem gerð er grein fyrir verkefnum sjóðsins á þessu starfsári. Óskað er eftir því að Ísafjarðarbær styrki sjóðinn á næsta starfsári um 2 milljónir króna.

    Því miður sér nefndin sér ekki fært að styðja sjóðinn að þessu sinni.

  7. Tillaga Magnúsar Reynis Guðmundssonar varðandi Símann.

Á fundi bæjarstjórnar þann 17. nóvember sl. lagði Magnús Reynir Guðmundsson fram svohljóðandi tillögu til bæjarstjórnar frá F-lista, Samtökum frjálslyndra og óháðra undir þessum lið dagskrár:
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir, að segja upp viðskiptum sínum við Símann hf., frá og með næstkomandi áramótum. Uppsögn viðskiptanna er svar bæjarstjórnar við þeirri ákvörðun dótturfélags Símans hf., Upplýsingaþjónustunnar Já, að flytja fimm störf, sem unnin hafa verið á Ísafirði, til Akureyrar og Egilsstaða."

Björn Davíðsson lagði fram svohljóðandi tillögu vegna framkominnar tillögu Magnúsar Reynis Guðmundssonar:
,,Bæjarstjórn vísar tillögu Magnúsar Reynis Guðmundssonar til atvinnumálanefndar og starfshóps um tölvumál Ísafjarðarbæjar og samþykkir að fela þeim að kanna hvort tillaga Magnúsar Reynis sé raunhæf og til þess fallin að hagræða í símamálum sveitarfélagsins."
Tillöguna undirrita Björn Davíðsson, Birna Lárusdóttir, forseti og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Atvinnumálanefnd leggur til að starfsmenn Ísafjarðarbæjar geri úttekt á símanotkun sveitarfélagsins, bæði fastlínukerfi og GSM símum. Á grundvelli þeirrar úttektar verði í samráði við tæknideild bæjarins og starfshóp um tölvumál kannað verð og tilhögun á símaþjónustu, með það að leiðarljósi að lækka kostnað sveitarfélagsins.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:50

Kristján G Jóhannsson, formaður. Áslaug Jensdóttir.

Björn Davíðsson. Magnús Reynir Guðmundsson.

Rúnar Óli Karlsson. Gísli Halldór Halldórsson.