Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
35. fundur 17. desember 2025 kl. 08:15 - 10:10 í fundarsal á Hlíf
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
    Aðalmaður: Þórir Guðmundsson
  • Eyþór Bjarnason aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Dagný Finnbjörnsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
  • Guðrún Birgis skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Formaður óskar eftir að taka tvö mál inn með afbrigðum sem yrðu nr. 1 og 2 á dagskrá og varðar úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum og móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna á Vestfjörðum.

Samþykkt af öllum nefndarmönnum.

1.Úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum veturinn 2025-2026 - 2025080059

Lögð fyrir fundargerð fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar með íþróttahreyfingunni vegna úthlutunar tíma í íþróttamannvirkjum sem haldinn var 2. desember 2025.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að færa sölutíma í íþróttahúsinu á Torfnesi fram um tvö bil. Nefndin telur mikilvægt að endurskoða núverandi reglur um úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum strax á nýju ári.

2.Móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna á Vestfjörðum - 2025120113

Lagt fyrir erindi frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur, verkefnastjóra hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, dags. 12. desember 2025, þar sem kynnt eru drög um samræmda móttöku og inngildingu íbúa af erlendum uppruna hjá sveitarfélögum á Vestfjörðum. Bæjarstjóri, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, óskaði eftir umsögn skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar um drögin.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd fagnar þeirri stefnu sem miðar að auknu samstarfi sveitarfélaga á Vestfjörðum og leggur áherslu á að móttaka og inngilding barna og ungmenna af erlendum uppruna í skóla- og frístundastarfi verði markviss og valdeflandi. Mikilvægt er að tryggja að skólakerfið og íþrótta- og tómstundastarf gegni lykilhlutverki í félagslegri þátttöku og að stuðningur sé veittur með þeim hætti að styrkja sjálfstæði og virkni einstaklinga.

Nefndin óskar eftir að móttökuáætlunin verði kostnaðarmetin þar sem ýmis atriði í aðgerðaáætlun munu óhjákvæmilega hafa fjárhagsleg áhrif á aðildarsveitarfélögin. Þá er nauðsynlegt að skoða hvernig sveitarfélögin tryggi áframhaldandi stuðning við verkefnið þegar ráðningartímabili verkefnastjóra lýkur í maí 2026 og hvaða kostnaður felst í því.

3.Leikskólinn Tangi - fáliðun haust 2025 - 2025110092

Kynnt staða mála vegna leikskólans Tanga.
Staðan kynnt.

4.Skólahreysti í 20 ár - ósk um styrk - 2025120063

Lagður fram tölvupóstur frá stofnendum Skólahreysti, Andrési Guðmundssyni og Láru Helgadóttur dags. 5. desember 2025, ásamt bréfi með ósk um aðstoð við að endurnýja keppnisvelli Skólahreysti.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir að Skólahreysti hefur verið mikilvægur og ómissandi hluti af skólasamfélaginu á Íslandi þar sem lögð er áhersla á heilbrigðan lífsstíl, hreyfingu og samstöðu. Ísafjarðarbær hefur nýlega samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 þar sem ekki er gert ráð fyrir styrkjum af þessum toga. Nefndin hefur því ekki svigrúm til að veita styrk umfram samþykkta fjárhagsáætlun. Nefndin óskar Skólahreysti áframhaldandi velgengni í starfi.

5.Fjölskylduhelgi í Ísafjarðarbæ 2026 - 2025110013

Lögð fram drög að dagskrá og tillögum að dagsetningum fyrir fjölskylduhelgi í Ísafjarðarbæ árið 2026.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að uppfæra drögin að dagskrá fjölskylduhelgarinnar og leggja fyrir á næsta fundi.
Elísabet Samúelsdóttir vék af fundi þegar umræður og ákvörðun um efnilegasta íþróttamann Ísafjarðarbæjar var tekin.

6.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2025 - 2025110142

Lagðar fram tilnefningar um íþróttamann Ísafjarðarbæjar 2025 og efnilegasta íþróttamann Ísafjarðarbæjar 2025. 10 tilnefningar bárust frá aðildarfélögum HSV um íþróttamann ársins og 3 frá íbúum Ísafjarðarbæjar. 10 tilnefningar bárust um efnilegasta íþróttamann Ísafjarðarbæjar og bárust þær frá aðildarfélögum HSV.
Nefndin tók einróma ákvörðun um valið og verður sú ákvörðun kynnt í hófi þann 11. janúar 2026 kl:16:00.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?