Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
34. fundur 26. nóvember 2025 kl. 08:15 - 09:15 í fundarsal á Hlíf
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
    Aðalmaður: Þórir Guðmundsson
  • Eyþór Bjarnason aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Dagný Finnbjörnsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum veturinn 2025-2026 - 2025080059

Á 31. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 15. október 2025 var starfsmönnum falið að kalla eftir æfingatöflum aðildarfélag HSV. Er málið lagt fyrir að nýju ásamt æfingatöflum frá körfuknattleiksdeild Vestra, knattspyrnudeild Vestra, glímudeild Harðar, blakdeild Vestra og handknattleiksdeild Harðar.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd hyggst halda fund með íþróttahreyfingunni til að leysa þau vandamál sem komið hafa upp vegna úthlutunar tíma í íþróttahúsinu á Torfnesi.

2.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2025-2026 - 2025100047

Lögð fram starfsáætlun 2025-2026 fyrir leikskólann Sólborg á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?