Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
33. fundur 19. nóvember 2025 kl. 08:15 - 10:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varaformaður
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
  • Eyþór Bjarnason aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Dagný Finnbjörnsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
  • Guðrún Birgis skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Staða leikskólamála skólaárið 2024-2025 - 2024100052

Lagt fyrir minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, varðandi viðbrögð við manneklu á leikskólanum Tanga á Ísafirði, dags. 18. nóvember 2025. Einnig lagðir fram þrír upplýsingapóstar sem hafa verið sendir til foreldra leikskólabarna á Tanga dagana 11.-14. nóvember 2025.
Lagt fram til kynningar.
Þórir Guðmundsson vék af fundi undir fundarlið 2.

2.Uppbyggingasamningar 2026 - 2025110007

Lagðar fyrir umsóknir frá aðildarfélögum HSV um uppbyggingarsamninga árið 2026 ásamt minnisblaði Dagnýjar Finnbjörnsdóttur, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dags. 17. nóvember 2025.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerðir verði uppbyggingarsamningar við eftirfarandi félög. Heildarupphæð úthlutunar er 15.000.000 en sótt var um fyrir kr.57.816.940.
Nefndin leggur til að upphæðin skiptist eftirfarandi:

Golfklúbburinn Gláma: Upphæð kr.1.000.000. Geymslurými fyrir slátturvélar.

Skotíþróttafélag Ísafjarðar: Upphæð kr.4.900.000. Varmadælur og loftræsting.

Skíðafélag Ísfirðinga- Alpagreinar: Upphæð kr.500.000. Endurnýjun búnaðar.

Skíðafélag Ísfirðinga - skíðagöngudeild: Upphæð kr.800.000. Innrétting og bætt aðstaða, Búrfell.

Skíðafélag Ísfirðinga - brettadeild: Upphæð kr.600.000. Uppbygging á snjóbrettagarði.

Knattspyrnudeild Vestra: Upphæð kr.2.000.000. Uppbygging sjoppu í stúku, pípu- og raflagnir.

Golfklúbbur Ísafjarðar: Upphæð kr.5.000.000 kr. Vinnuvél.

Íþróttafélagið Vestri, almenningsíþróttadeild: Upphæð kr.200.000. Hönnun og undirbúningur brauta fyrir akstursíþróttir.

Körfuknattleiksdeild Vestra sótti um kr.17.000.000 fyrir LED-auglýsingaskjáum í íþróttahúsið á Torfnesi. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að skoðað verði hvort hægt verði að setja upphæðina inn í framkvæmdaáætlun 2027.

Knattspyrnudeild Vestra sótti um kr.3.000.000 fyrir framkvæmdum á eldhúsi í Vallarhúsi. Samkvæmt umsókn er vinnunni að mestu lokið og því er verkefnið ekki styrkhægt skv. reglum Ísafjarðarbæjar um uppbyggingarsamninga.

Starfmanni nefndarinnar falið að svara umsækjendum.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?