Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Jóna Lind Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda í leikskólum, sat fundinn undir leikskólamál.
1.Skóladagatal leikskóla Ísafjarðarbæjar skólaárið 2025-2026 - 2025040140
Lagt fram minnisblað Guðrúnar Birgs dagsett 1. september 2025 er varðar ósk Jónu Lindar Kristjánsdóttur leikskólastjóra Tanga um breytingu á skipulagsdegi leikskólans.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir breytingu á skipulagsdegi Tanga
2.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2024-2025 - 2024090103
Lagðar fram ársskýrslur leikskóla skólaárið 2024- 2025, fyrir leikskólann Tanga Ísafirði, leikskólann Eyrarskjól Ísafirði, leikskólann Sólborg á Ísafirði og leikskólann Tjarnarbæ á Suðureyri.
Ársskýrslur leikskóla lagðar fram til kynningar, starfsmanni nefndar falið að lista upp fjárfestingar og viðhaldsáætlun leikskóla út frá skýrslum
3.Endurnýjun skólalóðar við Grunnskólann á Ísafirði - 2025080015
Lagt fram erindi Eyþórs Bjarnasonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd, dags. 5. ágúst 2025 varðandi endurnýjun skólalóðar við Grunnskólann á Ísafirði.
Nefndin þakkar Eyþóri Bjarnasyni fyrir erindið og leggur til að farið verði í að hanna svæðið frá grunni með áherslu á útiveru, aðgengi og umferðaröryggi. Gera þarf ráð fyrir því í fjárhagsáætlunarvinnu.
Jóna Lind Kristjánsdóttir yfirgaf fundinn kl. 09:00
4.Þjálfarakostnaður íþróttaskóla - 2025090002
Lagt fram erindi Ásgerðar Þorleifsdóttur, fyrir hönd Skíðafélags Ísfirðinga, dags. 31. ágúst 2025 vegna þjálfarakostnaðar sem hlýst af þátttöku í Íþróttaskóla Ísafjarðarbæjar.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd vísar þjálfarakostnaði Skíðafélags Ísfirðinga sem hlýst af íþróttaskóla Ísafjarðarbæjar til fjárhagsáætlunarvinnu.
5.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2024-2025 - 2024090104
Lagðar fram ársskýrslur grunnskóla skólaárið 2024- 2025 fyrir Grunnskólann á Ísafirði og Grunnskólann á Suðureyri.
Ársskýrslur grunnskóla lagðar fram til kynningar, starfsmanni nefndar falið að lista upp fjárfestingar og viðhaldsáætlun grunnskóla út frá skýrslum.
6.Íþróttavika Evrópu 2025 - 2025060050
Íþróttavika Evrópu verður haldin 23.-30. september nk. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnir verkefnið fyrir skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd.
Nefndin þakkar fyrir gott minnisblað og hvetur íþróttafélög og einstaklinga til að taka þátt í íþróttaviku.
7.Íþróttaæfingar fyrir börn með sérþarfir - 2025080021
Lagt fram erindi Eyþórs Bjarnasonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd, dags. 6. ágúst 2025 vegna íþróttaæfinga fyrir börn með sérþarfir.
Nefndin þakkar Eyþóri Bjarnasyni fyrir erindið, starfsmanni falið að vinna málið áfram samkvæmt umræðum á fundinum.
8.Frístundastyrkir - 2024110087
Lagt fram erindi frá Ólöfu Dómhildi Jóhannsdóttur, myndlistarkonu, dags. 31. ágúst 2025, varðandi það hvort hægt sé að nota frístundastyrki vegna greiðslu á leirlistarnámskeiði.
Markmið frístundastyrkja Ísafjarðarbæjar eru til að styrkja foreldra sem greiða fyrir íþrótta-, lista- og tómstundastarf barna sinna sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu. Í ljósi 6. gr. reglna Ísafjarðarbæjar um frístundastyrki telur nefndin að umrætt námskeið uppfylli skilyrði til styrkveitingar.
9.Uppbygging á íþróttahúsinu á Torfnesi - 2025090003
Lagt fram erindi Þóris Guðmundssonar fulltrúa Í lista í skóla- íþrótta og tómstundanefnd, dags. 1. september 2025 varðandi varðandi uppbyggingu á íþróttahúsinu á Torfnesi Ísafirði.
Nefndin þakkar Þóri Guðmundssyni fyrir erindið og kallar eftir þeim gögnum sem nú þegar eru til um stækkun á íþróttahúsinu á Torfnesi og gögn verði lögð fyrir næsta fund.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?