Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum veturinn 2025-2026 - 2025080059
Lagðar fram óskir aðildarfélaga HSV varðandi tíma í íþróttahúsum Ísafjarðarbæjar fyrir veturinn 2025-2026 ásamt minnisblaði Dagnýjar Finnbjörnsdóttur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dags. 27. júní 2025, varðandi tímaúthlutun.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir umsögn HSV að drögum á tímaúthlutunartöflum í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar og í Bolungarvík sem nefndin hefur unnið. Þegar umsögn liggur fyrir verða tímatöflur sendar til aðildarfélaga HSV.
2.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2024-2025 - 2024090103
Lagðar fram ársskýrslur leikskóla skólaárið 2024- 2025, fyrir Laufás á Þingeyri og Grænagarð á Flateyri.
Lagt fram til kynningar.
3.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2024-2025 - 2024090104
Lagðar fram ársskýrslur grunnskóla skólaárið 2024-2025, fyrir Grunnskóla Önundarfjarðar og Grunnskólann á Þingeyri.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?