Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Jóna Lind Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda í leikskólum, sat fundinn undir leikskólamál.
1.Staða mála í leikskólum Ísafjarðarbæjar skólaárið 2025-2026 - 2025050227
Kynnt tillaga leikskólastjóra Tanga um hvernig hægt væri að láta innritun á Tanga ganga upp miðað við mönnun eins og staða mála er í dag. Enn er mikil óvissa um innritun í leikskóla í Skutulsfirði fyrir skólaárið 2025-2026 vegna manneklu.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í tillögu leikskólastjóra Tanga en vonar að takist að fullmanna leikskólann fyrir haustið.
Jóna Lind yfirgaf fundinn kl.08:30.
Gestir
- Jóna Lind Kristjánsdóttir, leikskólastjóri - mæting: 08:15
2.Niðurstöður Rannsóknar og greiningar 2024 - 2025060092
Lögð fram skýrsla Rannsókna og greininga ehf. þar sem farið er yfir niðurstöður í könnun á högum og líðan grunnskólanema í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla í Ísafjarðarbæ.
Máli frestað til næsta fundar þar sem leiðrétt skýrsla frá Rannsóknum og greiningu ehf. barst ekki í tæka tíð.
3.Staðan á lyftubúnaði og tækjum á skíðasvæðinu - 2025 - 2025010087
Á 24. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var þann 4. júní 2025 fól nefndin starfsmanni að koma með lista yfir framkvæmdir sem hægt er að fara í á skíðasvæðinu í Tungudal á árinu 2025 ásamt kostnaðaráætlun og leggja fyrir næsta fund.
Lagt er fyrir minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, og Ragnars Högna Guðmundssonar, forstöðumanns skíðasvæðisins í Ísafjarðarbæ, dags. 16. júní 2025 varðandi uppfærslu á rafbúnaði í skíðalyftum í Tungudal. Þar er lagt til að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun skíðasvæðisins svo hægt sé að uppfæra rafbúnað í lyftunum.
Lagt er fyrir minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, og Ragnars Högna Guðmundssonar, forstöðumanns skíðasvæðisins í Ísafjarðarbæ, dags. 16. júní 2025 varðandi uppfærslu á rafbúnaði í skíðalyftum í Tungudal. Þar er lagt til að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun skíðasvæðisins svo hægt sé að uppfæra rafbúnað í lyftunum.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki í samræmi við minnisblað svo hægt verði að uppfæra rafbúnað í skíðalyftum á skíðasvæðinu í Tungudal á árinu 2025.
4.Skóladagatal grunnskóla Ísafjarðarbæjar 2025-2026 - 2025020001
Lagt fram skóladagatal Grunnskólans á Þingeyri fyrir skólaárið 2025-2026.
Lagt fram til kynningar.
5.Skóladagatal 2025-2026 - 2025060049
Lagt fram til kynningar skóladagatal Tónlistarskóla Ísafjarðar fyrir skólaárið 2025-2026.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?