Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
24. fundur 04. júní 2025 kl. 08:00 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Jónína Eyja Þórðardóttir varamaður
    Aðalmaður: Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
  • Eyþór Bjarnason aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgis skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Innleiðing samþættrar þjónustu í leik- og grunnskólum í Ísafjarðarbæ - 2023070083

Sólveig Norðfjörð, verkefnastjóri, kynnir stöðuna á innleiðingu samþættrar þjónustu í þágu farsældar barna í Ísafjarðabæ.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Sólveigu fyrir kynninguna.
Arndís Dögg Jónsdóttir yfirgaf fundinn kl. 08:25
Sólveig Norðfjörð yfirgaf fundinn kl.08:55.

Gestir

  • Sólveig Norðfjörð, verkefnastjóri - mæting: 08:00
  • Jóna Lind Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra - mæting: 08:00
  • Arndís Dögg Jónsdóttir, skjalastjóri - mæting: 08:00

2.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar 2025 - 2025010085

Á 23. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar þann 21. maí 2025 var málinu frestað og er það nú tekið upp að nýju.

Lögð fram verkáætlun og tímaplan fyrir endurskoðun menntastefnu Ísafjarðarbæjar dags. 5. maí 2025, unnin af Hafdísi Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, og Sverri Óskarssyni, verkefnastjóra.
Verkáætlun lögð fram til kynningar.

3.Staða mála í leikskólum Ísafjarðarbæjar skólaárið 2025-2026 - 2025050227

Lagt fram til kynningar bréf ritað af Guðrúnu Birgis, skóla- og sérkennslufulltrúa, dags. 30. maí 2025, þar sem foreldrar leikskólabarna á Ísafirði eru upplýstir um mönnunarvanda á leikskólanum Tanga og um þær keðjuverkandi afleiðingar sem því fylgir.

Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd áréttar að kynningarbréfið sem sent var út til foreldra leikskólabarna eru viðbrögð við þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir í dag. Leikskólastjórar og starfsfólk skólaskrifstofu vinnur áfram að því að leysa vandann.
Jóna Lind Kristjánsdóttir yfirgaf fundinn kl.09:25.

4.Staðan á lyftubúnaði og tækjum á skíðasvæðinu - 2025 - 2025010087

Á 23. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar þann 21. maí 2025 var óskað eftir umsögn bæjarráðs á tillögum forstöðumanns skíðasvæðisins í Ísafjarðarbæ varðandi uppbyggingu svæðisins. Málið var tekið fyrir á 1328. fundi bæjarráðs þann 2. júní 2025 þar sem eftirfarandi umsögn var bókuð:

"Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og þakkar góða kynningu. Ísafjarðarbær er skíðabær og Tungudalur eina svigskíðasvæðið á Vestfjörðum.

Bæjarráð telur mikilvægt að horft verði einnig til frekari notkunar á neðri Tungudal fyrir skíðagöngu samhliða uppfærslu á efri Tungudal fyrir svigskíði. Þá telur bæjarráð mikilvægt að vinna málið frekar og útbúinn verði viðauki til samþykktar vegna nauðsynlegra viðhaldsverkefna ársins. Næsta skref verður að áfangaskipta verkinu til framtíðar í framkvæmdaáætlun, enda hefur bæjarráð fullan hug á að Ísafjarðarbær verði áfram skíðabær til framtíðar í heilsueflandi samfélagi."

Lagt fram minnisblað Ragnars Högna Guðmundssonar, forstöðumanns skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar, dags. 3. júní 2025, þar sem tillögur að uppbyggingu skíðasvæðisins í Tungudal á tímabilinu 2025-2030 eru lagðar fram.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að koma með lista yfir framkvæmdir sem hægt er að fara í á skíðasvæðinu í Tungudal á þessu ári ásamt kostnaðaráætlun og leggja fyrir næsta fund.

5.Málþing um byggðafestu ungs fólks á landsbyggðinni - 2025050115

Á 1326. fundi bæjarráðs, þann 19. maí 2025, var lagt fram til kynningar erindi Nýheima þekkingarseturs, dags. 14. maí 2025, um málþing um byggðafestu ungs fólks á landsbyggðinni, sem haldið verður 23.-24. september 2025 á Höfn í Hornafirði.

Bæjarráð vísaði erindinu til kynningar í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?