Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
21. fundur 02. apríl 2025 kl. 08:15 - 10:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varaformaður
  • Jónína Eyja Þórðardóttir varamaður
    Aðalmaður: Þórir Guðmundsson
  • Eyþór Bjarnason aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgis skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar 2025 - 2025010085

Lögð fram núgildandi skólastefna Ísafjarðarbæjar ásamt minnisblaði Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 31. mars 2025 varðandi fyrirkomulag endurskoðunar á skólastefnunni.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd telur mikilvægt að tekið sé samtal við alla innan skólasamfélagsins við endurskoðun skólastefnunnar. Opið ferli er lykilatriði svo vel takist til við endurskoðunina.
Jóna Lind yfirgaf fundinn kl.09:15.

Gestir

  • Jóna Lind Kristjánsdóttir, leikskólastjóri - mæting: 08:15

2.Gjaldskrár skólaárið 2025-2026 - 2025030220

Gjaldskrár grunnskóla, leikskóla og íþróttaskóla lagðar fram til fyrstu umræðu.
Vinnugögn kynnt og umræðu haldið áfram á næsta fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar.

3.Úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar - 2024030029

Lagðar fram tvær umsagnir sem bárust frá íþróttafélögum í Ísafjarðarbæ vegna endurskoðunar á reglum Ísafjarðarbæjar um styrkveitingu og úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum og íþróttasvæðum til íþróttafélaga og almennings.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsfólki að uppfæra úthlutunarreglurnar og hafa til hliðsjónar reglur annarra sveitarfélaga og þær umsagnir sem bárust. Drög að reglum lagðar fyrir næsta fund nefndarinnar.

4.Niðurbrot árbakka við golfvöll - 2025030016

Lagt fram erindið Guðjóns Ólafssonar, formanns Golfklúbbs Ísafjarðar, dags. 4. mars 2025 varðandi niðurbrot árbakka á golfvellinum í Tungudal. Málið var fyrst lagt fyrir samráðsfund íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar þann 5. mars 2025 og tekið fyrir á 20. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar þann 18. mars 2025.
Málið var tekið efnislega upp á síðasta fundi nefndarinnar og í samráði við sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs var ákveðið að fara strax í framkvæmdina, til að koma í veg fyrir frekari skemmdir.

5.Innritunarreglur frístundaheimila í Ísafjarðarbæ - 2025030222

Lagðar fram innritunarreglur frístundaheimila í Ísafjarðarbæ ásamt minnisblaði Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 31. mars 2025 þar sem lagðar eru til minniháttar breytingar á reglunum.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir tillöguna um að seinka umsóknarfresti til 1. júní.

6.Frístundastyrkir - 2024110087

Lagt fram erindi frá Halldóri Bjarkasyni, dags. 25. febrúar 2025, varðandi það hvort hægt sé að nota frístundastyrki til að greiða fyrir skáknámskeið hjá Skáksambandi Íslands.
Markmið frístundastyrkja Ísafjarðarbæjar eru til að styrkja foreldra sem greiða fyrir íþrótta-, lista - og tómstundastarf barna sinna sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu. Í ljósi 6. gr. reglna Ísafjarðarbæjar um frístundastyrki telur nefndin að umrætt námskeið uppfylli skilyrði til styrkveitingar.

7.Erindi 2025 - 2025030127

Lagt fram þakkar- og hvatningarbréf mennta- og barnamálaráðherra vegna fyrirlagnar PISA 2025, dagst. 13. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?