Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
18. fundur 04. febrúar 2025 kl. 08:15 - 09:35 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
  • Eyþór Bjarnason aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Jónína Eyja Þórðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Dagný Finnbjörnsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá

1.Uppbyggingarsamningar 2025 - 2024090090

Lagðar fram umsóknir um uppbyggingarsamninga fyrir árið 2025 frá aðildarfélögum HSV ásamt umsögn frá stjórn HSV.
Lagðar fram umsóknir um uppbyggingarsamninga fyrir árið 2025 frá aðildarfélögum HSV.

Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerðir verði uppbyggingarsamningar við eftirfarandi félög. Heildarupphæð úthlutunar er 15.000.000.
Nefndin leggur til að upphæðin skiptist eftirfarandi:

Golfklúbburinn Gláma: Upphæð 895.748 kr. Bætt aðstaða, smíð á palli um húsið.

Skotíþróttafélag Ísafjarðar: Upphæð 5.329.252kr. Skipta út ljósum, mála veggi og gólf með epoxy og endurnýja varmadælu.

Skíðafélag Ísfirðinga- Alpagreinar: Upphæð 1.500.000 kr. Aðstaða við Miðfellslyftu, innréttingar í nýja aðstöðu félagsins

Skíðafélag Ísfirðinga - skíðaganga: Upphæð 1.200.000 kr. Kaup á tromlu og spora fyrir snjósleða.

Knattspyrnudeild Vestra: Upphæð 2.575.000 kr. Fyrsti hluti sjoppubyggingar á stúku við Torfnes.

Golfklúbbur Ísafjarðar: Upphæð 3.500.000 kr. Lagfæra og bæta við stíga.




2.Erindi frá stjórn knd. Vestra - 2025 - 2025010263

Lagt fram erindi formanns knattspyrnudeildar Vestra, Svavari Þór Guðmundssyni, dags 23. janúar 2025 varðandi vallarsvæðið á Torfnesi.
Nefndin felur starfsmanni að afla frekari upplýsinga um framkvæmdaáætlun á vallarsvæðinu á Torfnesi hjá umhverfis- og eignasviði.

3.Áskorun frá félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa - 2025010299

Félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi (FÍÆT) skorar á íþróttahreyfinguna á Íslandi ásamt stjórnvöldum og sveitarfélögum til þess að taka af alvöru umræðu um áfengissölu á íþróttaviðburðum á landinu.
Nefndin tekur undir áhyggjur Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi varðandi áfengisneyslu og sölu á íþróttaviðburðum.

4.Frístundastyrkir - 2024110087

Kynnt uppfærð drög að reglum um frístundastyrk í Ísafjarðarbæ.
Nefndin vísar reglunum áfram til bæjarstjórnar til samþykktar.

5.Félagsstarf ungmenna 16-18 ára - 2025010208

Lögð fram ályktun frá skólafundi nemenda og starfsfólks Menntaskólans á Ísafirði ásamt minnisblaði frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Nefndin þakkar fyrir ályktunina og felur starfsmanni að vinna málið áfram.

6.Samningur Ísafjarðarbæjar og HSV 2024-2027 - 2024110099

Lagt fram erindi HSV dagsett 24.janúar 2025 vegna beiðnar um endurskoðun samnings Ísafjarðarbæjar og HSV sem er í gildi til 2027.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að hefja endurskoðun á samningi Ísafjarðarbæjar og HSV. Nefndin felur starfsmönnum að kalla eftir afstöðu aðildarfélaga HSV um núgildandi samning.

Fundi slitið - kl. 09:35.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?