Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
6. fundur 05. júní 2024 kl. 08:15 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Finney Rakel Árnadóttir formaður
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
  • Eyþór Bjarnason aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Dagný Finnbjörnsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúi stjórnenda í leikskólum:
Jóna Lind Kristjánsdóttir skólastjóri Tanga.

1.Starfshópur um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar 2024. - 2024010134

Lagðar fram til kynningar umsagnir um tillögur starfshóps um bætt skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar. En á 5. fundi Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd þann 15. maí 2024 kallaði nefndin eftir umsögnum um tillögurnar frá foreldrum leikskólabarna, starfsfólki leikskóla og Hjallastefnunni.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillögur starfshópsins verði samþykktar að öllu leyti nema útfærslu á skráningardögum. Lagt er til að fjöldi skráningardaga verði sá sami og kemur fram í tillögum starfshópsins. Nefndin leggur til að í stað þess að rukkað verði gjald fyrir hvern skráningardag þá fái foreldrar/forsjáraðilar afslátt af dagvistundargjöldum sem nemur dagvistargjaldi fyrir einn dag, fyrir hvern skráningardag sem ekki er nýttur. Með því geti foreldrar/forsjáraðilar lækkað mánaðarlegt dagvistunargjald í þeim mánuði sem skráningardagar eru ekki nýttir.

2.Gjaldskrár skólaárið 2024-2025 - 2024060003

Gjaldskrár fyrir leikskóla lagðar fram til umræðu fyrir skólaárið 2024-2025.
Nefndin leggur til að gjaldskrá leikskóla breytist þannig að 4-6 klst. vistun á leikskóla lækki um 3% á meðan aðrir liðir haldast óbreyttir. Jafnframt að veittur verði afsláttur af dagvistunargjöldum sem nemur dagvistunargjaldi fyrir einn dag ef skráningardagur er ekki nýttur.

Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrár leikskóla fyrir skólaárið 2024-2025.

3.Símanotkun nemenda í grunnskólum Ísafjarðarbæjar. - 2024050153

Lagt fram erindi er barst frá Þóri Guðmundssyni nefndarmanni í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd, erindið varðar notkun nemenda á farsímum í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.
Mennta- og barnamálaráðuneytið er með starfshóp sem er að vinna í að móta leiðbeiningar um viðeigandi og örugga farsímanotkun í grunnskólum. Nefndin bíður eftir að sjá afrakstur þeirra vinnu og mun þá taka málið aftur upp.

4.Samráðsfundur fundargerðir - 2024020141

Lögð fram fundargerð 4. samráðsfundar íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar en fundurinn fór fram 15. maí 2024.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Á 1285. fundi bæjarráðs, var Lagt fram til kynningar erindi Þórdísar Yngvadóttur, f.h. Alþingis, dags. 17. maí 2024, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir), 1114. mál. Umsagnafrestur er til 31. maí 2024. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu í skóla-, íþrótta-, og tómstundanefnd
Þar sem umsagnarfrestur rann út 31. maí sl. var frumvarpið ekki aðgengilegt nefndarmönnum. Nefndin treystir á umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?