Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
5. fundur 15. maí 2024 kl. 08:15 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Finney Rakel Árnadóttir formaður
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varaformaður
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Dagný Finnbjörnsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Starfshópur um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar 2024. - 2024010134

Lagðar fram tillögur starfshóps um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar sem hélt sinn lokafund 8. maí 2024.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd kallar eftir umsögnum um tillögurnar frá foreldrum leikskólabarna, starfsfólki leikskóla og Hjallastefnunni.

2.skóladagatal grunnskóla Ísafjarðarbæjar fyrir skólaárið 2024-2025 - 2024040142

Lögð fram skóladagatöl fyrir Grunnskóla Önundarfjarðar, Grunnskólann á Suðureyri, Grunnskóla Ísafjarðar og Grunnskólann á Þingeyri.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd gerir ekki athugasemdir við dagatölin.

3.Skóladagatal 2024-2025 - 2024040161

Lagt fram til kynningar skóladagatal Tónlistarskóla Ísafjarðar fyrir skólaárið 2024-2025.
Dagatal lagt fram til kynningar.

4.Hreystivöllur við Hlíf - 2020090088

Lagt fram erindi frá Baldvinu Karen Gísladóttur, Salome Ingólfsdóttur og Árna Heiðari Ívarssyni dags. 10. maí 2024 varðandi hreystitæki í eigu Ísafjarðarbæjar. Leggja þau til að tækin verði sett upp inn í Tunguskógi.
Nefndin þakkar bréfriturum fyrir erindið.

Á grundvelli þess að búið er að deiliskipuleggja svæðið þar sem hreystitækin eiga fara upp við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er heppilegast að þau fari upp þar. Skóla-, íþrótta og tómstundanefnd telur það óboðlegt að tækin séu ekki enn farin upp og leggur ríka áherslu á að þau fari upp sem allra fyrst. Jafnframt leggur nefndin til að ný hreystitæki verði keypt á næsta ári og þau sett upp inn í Tunguskógi.
Fylgiskjöl:

5.Við djúpið - Leikjanámskeið 2024 - 2023100070

Lögð fram styrkbeiðni Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur fyrir hönd tónlistarhátíðarinnar Við djúpið, dags. 3. maí 2024, sem nemur launum fyrir tvo leiðbeinendur í viku á meðan leikjanámskeið fer fram.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd telur þetta vera flott verkefni en er þeirrar skoðunar að Ísafjarðarbær eigi ekki að þurfa greiða laun starfsmanna námskeiðsins eða sambærilegra námskeiða.

Nefndin leggur til að stofnaður verði sjóður þar sem hægt er að styrkja leikja- og tómstundastarf barna og ungmenna yfir sumartímann.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?