Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1. fundur 29. febrúar 2024 kl. 08:30 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Finney Rakel Árnadóttir formaður
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varaformaður
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
  • Eyþór Bjarnason aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Dagný Finnbjörnsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Erindisbréf skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar - 2024020139

Lagt fram erindisbréf skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Starfshópur um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar 2024. - 2024010134

Lögð fram fundargerð 1. og 2.fundar starfshóps um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar, en fundirnir voru haldnir 25. janúar 2024 og 7. febrúar 2024.
Lagt fram til kynningar.

3.Uppbyggingarsamningar 2024 - 2023100122

Lagðar fram umsóknir um uppbyggingarsamninga fyrir árið 2024 frá aðildarfélögum HSV.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd frestar málinu og felur starfsmönnum nefndarinnar að útbúa matskvarða til að forgangsraða umsóknum um uppbyggingarsamninga.

4.Úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar - 2023110183

Lögð fram drög að reglum um úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar ásamt minnisblaði Dagnýjar Finnbjörnsdóttur, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dags. 27 febrúar 2024 þar sem fram koma athugasemdir íþróttafélaga.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að setja reglurnar upp skv. stöðlum Ísafjarðarbæjar og leggja reglurnar fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

5.Samráðsfundur íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar - 2024020141

Lagðar fram fundargerðir samráðsfunda íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðararbæjar. Fundir haldnir 31. janúar 2024 og 21. febrúar 2024.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd fagnar því að búið sé að koma á þessum samráðsfundunum með íþróttahreyfingunni.

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?