Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
588. fundur 11. júlí 2022 kl. 12:00 - 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Hafnarstræti 25 og 26, Þingeyri. Umsókn um lóðir undir sjósundsaðstöðu - 2022030075

Kjartan Ingvarsson og Óttar Gíslason, fyrir hönd Fasteignafélags Þingeyrar ehf., mæta til fundar til að kynna hugmyndir um sjósundaðstöðu á Þingeyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd fagnar hugmyndum Fasteignafélags Þingeyrar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
Óttar Gíslason og Kjartan Ingvarsson komu til fundar kl. 12:00 og yfirgáfu fundinn kl 12:20.

2.Endurskoðun erindisbréfa nefnda Ísafjarðarbæjar 2022 - 2021050007

Lagt fram til kynningar erindisbréf skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkt í bæjarráði 4. júlí 2022.
Lagt fram til kynningar.

3.Flutningur fasteignaskrár og fasteignamats frá Þjóðskrá til HMS - 2022060143

Lagt fram til kynningar erindi Þjóðskrár og HMS, þar sem tilkynnt er um flutning fasteignaskrár og fasteignamats frá Þjóðskrá til HMS. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Íslands mun bera ábyrgð á allri þjónustu vegna fasteignaskrár, frá og með 1. júlí 2022.
Lagt fram til kynningar.

4.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Lagður fram tölvupóstur dags. 16. júní 2022, frá Ingva Stígssyni, formanni Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps, með ályktun frá aðalfundi félagsins frá 31. maí 2022, með ítrekun frá 23. maí 2018, þar sem félagið skorar á Ísafjarðarbæ að hefja vinnu við rammahluta aðalskipulags sem fyrst eða útbúa þéttbýlisuppdrátt þar sem það á við, svo ljós sé staðsetning lykilinnviða, s.s. göngustíga, brúa, tjaldsvæða, bryggja og annarra innviða, í samráði við landeigendur.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar erindinu til vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.

5.Lagfæring á hafnarkanti við Sundahöfn vegna umferðaröryggis og bílastæðamála - 2021110074

Lagður fram tölvupóstur Guðmundar M. Kristjánssonar hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar þar sem viðraðar eru áhyggjur vegna bílastæðamála á hafnarsvæðinu. Hafnarstjóri leggur til að biðfreiðastöður verði bannaðar frá Kampa að Sundabakka.
Skipulags- mannvirkjanefnd vísar erindi hafnarstjóra í fyrirliggjandi skipulagsvinnu á hafnarsvæðinu á Ísafirði.

6.Orlofsbyggð í Dagverðardal - 2022020029

Á 586. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 27. júní 2022, voru kynnt uppfærð drög að afnotasamningi Ísafjarðarbæjar og Fjallabóls ehf. um afnot af landi á reit Í9 í Dagverðardal. Fyrirtækið hyggst reisa allt að 50 frístundahús á reitnum. Málið var áður á dagskrá á 584. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar og var starfsmönnum umhverfis- og eignasviðs falið að uppfæra drögin í samræmi við athugasemdir nefndarmanna.

Skipulags- mannvirkjanefnd vísaði samningsdrögunum til umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð tók málið fyrir á 1203. fundi sínum, 4. júlí 2022, og vísaði málinu til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi samning Ísafjarðarbæjar og Fjallabóls ehf.

7.Aðalstræti 8, 400. Umsókn um viðbótarlóð - 2019080022

Lögð fram ósk frá Lydíu Ósk Óskarsdóttur og Kristjáni M. Ólafssyni, dags. 29. apríl 2022 um leyfi til að setja upp skjólveggi og girðingar við Aðalstræti 8 á Ísafirð. Einnig lagt fram samþykki lóðarhafa við Aðalstræti 10 fyrir framkvæmdunum.
Skipulags- mannvirkjanefnd leggst ekki gegn fyrirhuguðum framkvæmdum og samþykkir byggingaráformin fyrir sitt leyti.

8.Daltunga 2 - umsókn um lóð - 2022060124

Lögð fram umsókn, dags. 12.6. 2022, frá 1989 ehf. um einbýlishúsalóð lóð við Daltungu 2 á Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að 1989 ehf. fái lóðina við Daltungu 2, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.

Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

9.Fífutunga 4, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2022070001

Lögð fram lóðarumsókn Rúnars Freys Hafþórssonar, dagsett 30.6 2022, um einbýlishúsalóð við Fífutungu 4 á Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Rúnar Freyr Hafþórsson fái lóðina við Fífutungu 4 á Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.

Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

10.Aðalstræti 26, Þingeyri. Umsókn um lóðarleigusamning - 2022060046

F&S hópferðabílar óska eftir lóðarleigusamningi fyrir Aðalstræti 26 á Þingeyri. Lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 7. júlí 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn á að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Aðalstræti 26 á Þingeyri, í samræmi við deiliskipulag Þingeyrar.

11.Vallargata 15, Þingeyri. Umsókn um lóðarleigusamning - 2022060047

Friðfinnur S. Sigurðsson óskar eftir lóðarleigusamning fyrir Vallargötu 15 á Þingeyri. Lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 7. júlí 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir vallargötu 15, í samræmi við deiliskipulag Þingeyrar.

12.Hjallavegur 6 - Umsókn um lóðarleigusamning - 2022060105

Torfi Tímoteus Björnsson óskar eftir lóðarleigusamningi fyrir Hjallaveg 6 á Ísafirði. Lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 27. júní 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn á að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Hjallaveg 6 á Ísafirði, í samræmi við framlagt mæliblað tæknideildar.

13.Brekkustígur 5 - Umsókn um byggingarleyfi - 2022050008

Einar Ólafsson sækir um byggingarleyfi f.h Elíasar Guðmundssonar vegna einbýlishúss að Brekkustíg 5, Suðureyri. Þar sem hluti framkvæmda nær út fyrir lóðarmörk óskar byggingarfulltrúi eftir afstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar til málsins.
Eins óskar byggingarfulltrúi eftir áliti nefndarinnar á að lóðarhafi nýti lóð Ísafjarðarbæjar undir bílastæði við eignina sbr. aðaluppdrætti.
Lagðir eru fram aðaluppdrættir frá Arkiteo dags: 19.05.2022
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggst ekki gegn byggingaráformum eins og þeim er lýst á uppdráttum. Nefndin gerir þær kröfur að kvaðir um aðgengi og bílastæði verði þinglýst á viðkomandi fasteignanúmer.

14.Ketilseyri - ný lóð - 2022060167

Ómar Dýri Sigurðsson óskar eftir stofnun lóðar undir frístundahús á jörðinni Ketilseyri í Dýrafirði. Fyrir fundinum liggur ódagsett undirrituð umsókn með samþykki landeigenda og mæliblað frá Verkís.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar á jörðinni Ketilseyri í Dýrafirði.

15.Arnarnúpur L140618, í Dýrafirði, uppskipti lands undir 2 sumarhúsalóðir - 2022060168

Lagðar fram tvær umsóknir F-550 frá Kristjönu S. Vagnsdóttur, eiganda lögbýlisins Arnarnúps í Dýrafirði L140618, þar sem hún óskar eftir að stofnuð verði sitthvor lóðin undir sumarhús, annars vegar „Móar“ og hinsvegar „Hnjótar“. Lagður er fram uppdráttur af fyrirhugaðri lóð við Hnjóta unninn af Loftmyndum ehf. í október 2020 og hins vegar skjáskot af hnitsettri lóð Móa, unnið af Verkfræðistofa FHG í júní 2022. Arnarnúpur 1 L223765 var stofnað út úr jörðinni 2015 undir íbúðarhús sem var reist 1938, nú skráð sem sumarhús. Fornusel 213525 var stofnað út úr jörðinni 2007 undir sumarhús.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur heppilegast að svo umfangsmikil uppskipti á landi eigi heima í deiliskipulagsgerð og beinir því til umsækjenda að sækja um heimild til bæjarstjórnar fyrir gerð deiliskipulags.

16.Grænigarður - umsókn um stofnun á lóð - 2022070006

Jóhanna Oddsdóttir og Sigurveig Gunnarsdóttir, f.h. dánarbúa Magdalenu Sigurðardóttur og Gunnars Péturssonar sækja um lóð undir geymsluskúr við Grænagarð á Ísafirði, F2120246.

Lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 8. júlí 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar og gerð lóðarleigusamnings undir geymsluskúr við Grænagarð á Ísafirði.

17.Strandsvæðaskipulag Vestfjarða - 2018070017

Tillaga svæðissráðs strandsvæðisskipulags Vestfjarða lögð fram til kynningar. Í skipulagstillögunni er sett fram stefna um nýtingu svæðis sem nær yfir firði og flóa frá Bjargtöngum í suðri að Straumnesi í norðri.

Tillaga svæðisráðsins fór í lögbundið auglýsingarferli þann 15.júní og frestur til að skila inn athugasemdum er til 15. september 2022.
Lagt fram til kynningar.

18.Samþykkt um stöðuleyfi - 2022070024

Lögð fram til samþykktar ný samþykkt Ísafjarðarbæjar um útgáfu stöðuleyfa, unnin af umhverfis- og eignasviði í júní 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar málinu til samþykktar í bæjarstjórn.

19.Efri Tunga - lóðarleigusamnningur. - 2021090070

Guðmundur Jens Jóhannsson, f.h. eigenda Efri-Tungu, óskar eftir lóðarleigusamningi fyrir Efri-Tungu í Skutulsfirði.

Lagt er fram mæliblað Tæknideildar dags. 7. júlí 2022, vegna lóðar undir Efri-Tungu í Skutulsfirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Efri-Tungu í samræmi við mæliblað tæknideildar.

20.Ofanflóðavarnir við Flateyri - breytingar mannvirkja eftir snjóflóð 2020 - 2022070037

Lagt fram minnisblað Örnu Láru Jónsdóttur bæjarstjóra, dags. 8. júlí 2022, um endurbætur á ofanflóðavörnum á Flateyri. Einnig lögð fram kynning frá Verkís á frumathugun á hönnun mannvirkisins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur starfsmanni nefndar að hefja athugun á hentugum efnistökusvæðum ásamt því að hefja undirbúning á skipulagsvinnu sem framkvæmdin krefst.

21.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 55 - 2206004F

Fundargerð 55. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar fundargerð 55. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 23. júní 2022.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 55 Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skráðir hafa verið á verkið byggingarstjóri og iðnmeistarar sbr gr. 2.4.4 sömu reglugerðar. Óskað er eftir undirrituðum uppdráttum.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 55 Þar sem hluti framkvæmda nær út fyrir lóðarmörk er erindinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.
    Eins óskar byggingarfulltrúi eftir áliti sömu nefndar á að lóðarhafi nýti lóð Ísafjarðarbæjar undir bílastæði við eignina.

  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 55 Erindi frestað. Óskað er eftir vottun á steypu með vísan í gr. 8.3.1 byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 55 Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
    Óskað er eftir uppfærðri skráningartöflu hönnuðar.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 55 Staðsetning og framkvæmd tengd rotþró er samþykkt.
    Erindi tengt breytingum á innra skipulagi er frestað með vísan í gr. 2.3.6 byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Kallað er eftir aðaluppdrætti og greinargerð löggilds hönnuðar.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 55 Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og sú staðreynd að umsækjandi hefur áður fengið samþykkt stöðuleyfi fyrir umræddum gám, vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 55 Samþykkt, erindið samræmist skipulagslögum nr. 90/2013 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Við framkvæmd skal taka mið af lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 55 Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og sú staðreynd að áður hefur verið veitt stöðuleyfi fyrir umræddu húsi vísar byggingarfulltrúi málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar til frekari umfjöllunar. Eins er óskað eftir umsögn hafnarstjórnar vegna málsins.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 55 Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og sú staðreynd að umsækjandi hefur áður fengið samþykkt stöðuleyfi fyrir umræddum gám, vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 55 Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og sú staðreynd að umsækjandi hefur áður fengið samþykkt stöðuleyfi fyrir umræddum gám, vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 55 Byggingarfulltrúi vísar málinu til hafnarstjórnar og óskar eftir afstöðu hennar.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 55 Stöðuleyfi samþykkt til 12. mánaða. Stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og óskar byggingarfulltrúi eftir því að umsóknaraðili leiti sér varanlegra lausna.
    Umsækjandi getur ekki búist við framlengingu stöðuleyfis að ári.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?