Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
55. fundur 23. júní 2022 kl. 08:00 - 16:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Hermann G Hermannsson Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hafnarstræti 29 - Umsókn um byggingarleyfi vegna nemendagarða - 2021120081

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 54 þann 17.05.2022 og voru byggingaráform samþykkt.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram séruppdrættir burðarþols frá TÓV teiknistofu dags. 04.2022,
séruppdrættir lagnakerfa frá TÓV teiknistofu dags 04.2022,
séruppdrættir raflagna frá Tölvubraut ehf. dags. 26.05.2022.
Samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skráðir hafa verið á verkið byggingarstjóri og iðnmeistarar sbr gr. 2.4.4 sömu reglugerðar. Óskað er eftir undirrituðum uppdráttum.

2.Brekkustígur 5 - Umsókn um byggingarleyfi - 2022050008

Á 54. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 17.05.2022 var erindið tekið fyrir og því frestað.
Til viðbótar við áður framlög gögn eru nú lagðir fyrir uppfærðir aðaluppdrættir frá Arkiteo dags. 19.05.2022
Þar sem hluti framkvæmda nær út fyrir lóðarmörk er erindinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.
Eins óskar byggingarfulltrúi eftir áliti sömu nefndar á að lóðarhafi nýti lóð Ísafjarðarbæjar undir bílastæði við eignina.

3.Hafnarstræti 21, Þingeyri. Umsókn um byggingarleyfi undir iðnaðarbil - 2021100080

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 16.12.2021 og voru byggingaráform samþykkt. Þann 11. mars. 2022 var veitt takmarkað byggingarleyfi er snýr að vinnu tengdri jarðvinnu og sökkulgerð.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram séruppdrættir burðarþols frá Sigurði Unnari Sigurðssyni dags. 19.05.2022,
séruppdrættir lagna frá Sigurði Unnari Sigurðssyni dags. 12.01.2022
Séruppdrættir raflagna frá Rafskaut ehf. dags 23.06.2022
Erindi frestað. Óskað er eftir vottun á steypu með vísan í gr. 8.3.1 byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

4.Æðartangi 10 - Umsókn um byggingarleyfi - 2021120076

Erindið var tekið fyrir afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 50 þann 16.12.2021 og var því frestað.
Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Eflu dags. 15.06.2022
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
Óskað er eftir uppfærðri skráningartöflu hönnuðar.

5.Búðin, Hesteyri. Hreinlætisaðstaða og rotþró - 2022050128

Kristín Ósk Jónasdóttir leggur fram umsókn um að koma fyrir rotþró við Búðina á Hesteyri ásamt ósk um breytingar á innra skipulagi hússins.
Jafnframt eru lögð fram gögn er sína staðsetningu rotþróar ásamt uppdrætti af breytingum frá Katrínu Ósk Jónasdóttur dags. 26.05.2022
Staðsetning og framkvæmd tengd rotþró er samþykkt.
Erindi tengt breytingum á innra skipulagi er frestað með vísan í gr. 2.3.6 byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Kallað er eftir aðaluppdrætti og greinargerð löggilds hönnuðar.

6.Hafnarstræti 24, Þingeyri. Umsókn um stöðuleyfi - 2022050134

Jóhanna Gunnarsdóttir leggur fram umsókn um stöðuleyfi f.h. Skúla A. Elíassonar vegna geymslugáms er stendur við Hafnarstræti 24. Stöðuleyfi vegna umrædds gáms hefur áður verið veitt.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og sú staðreynd að umsækjandi hefur áður fengið samþykkt stöðuleyfi fyrir umræddum gám, vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.

7.Sjávargata 4 á Þingeyri, ný olíu- og sandskilja við N1 - 2022050139

Svavar M. Sigurjónsson leggur fram umsókn f.h Festi hf. um endurnýjun á olíu- og sandskilju við eldsneytisafgreiðslu N1.
Jafnframt er lagður fram uppdráttur frá Verkhof ehf dags. 25.05.2022
Samþykkt, erindið samræmist skipulagslögum nr. 90/2013 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Við framkvæmd skal taka mið af lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.

8.Sjóferðir - Umsókn um stöðuleyfi - 2022060042

Lögð fram er umsókn Stígs Berg Sophussonar um stöðuleyfi vegna bryggjuhúss Sjóferða sem staðsett hefur verið á löndunarbryggju frá árinu 2008. Um er að ræða fyrstu umsókn Stígs um stöðuleyfi vegna hússins en fyrri eigendur hafa áður hlotið stöðuleyfi vegna sama húss.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og sú staðreynd að áður hefur verið veitt stöðuleyfi fyrir umræddu húsi vísar byggingarfulltrúi málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar til frekari umfjöllunar. Eins er óskað eftir umsögn hafnarstjórnar vegna málsins.

9.Flateyrar oddi - Umsókn um stöðuleyfi - 2022060095

Páll Sigurður Önundarson leggur fram umsókn um stöðuleyfi vegna gáms við Flateyrar odda. Umsækjandi hefur áður fengið stöðuleyfi vegna sama gáms.
Jafnframt er lögð fram yfirlitsmynd er sýnir staðsetningu gáms ásamt ljósmyndum.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og sú staðreynd að umsækjandi hefur áður fengið samþykkt stöðuleyfi fyrir umræddum gám, vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.

10.Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar - Umsókn um stöðuleyfi - 2022060094

Kristján Andri Guðjónsson leggur fram umsókn um stöðuleyfi f.h Áhaldahúss Ísafjarðarbæjar fyrir gám við þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar. Umsækjandi hefur áður fengið stöðuleyfi vegna sama gáms.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og sú staðreynd að umsækjandi hefur áður fengið samþykkt stöðuleyfi fyrir umræddum gám, vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.

11.Sundabakki - Umsókn um stöðuleyfi - 2022060093

Sædís Ólöf Þórsdóttir leggur fram umsókn um stöðuleyfi vegna torgsöluhúss við Sundabakka. Tilgangur hússins er að þar verði seldur varningur sem eingöngu er framleiddur á svæðinu. Umsækjandi hefur ekki áður fengið stöðuleyfi vegna hússins.
Jafnframt eru lögð fram ljósmynd af húsi ásamt yfirlitsmynd er sýnir fyrirhugaða staðsetningu.
Byggingarfulltrúi vísar málinu til hafnarstjórnar og óskar eftir afstöðu hennar.

12.Seljalandsdalur - Umsókn um stöðuleyfi - 2022060106

Kristbjörn R. Sigurjónsson leggur inn umsókn f.h Fossavatnsgöngunnar um stöðuleyfi vegna geymslugáma við skíðasvæðið í Seljalandsdal.
Ásamt umsókn er lögð fram yfirlitsmynd er sýnir staðsetningu gáma.
Stöðuleyfi samþykkt til 12. mánaða. Stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og óskar byggingarfulltrúi eftir því að umsóknaraðili leiti sér varanlegra lausna.
Umsækjandi getur ekki búist við framlengingu stöðuleyfis að ári.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?