Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
562. fundur 09. júní 2021 kl. 08:15 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Ofanflóðavarnir við Flateyri - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna snjóflóðagrinda - 2021040006

Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar sækir um framkvæmdarleyfi f.h Ísafjarðarbæjar og Framkvæmdasýslu Ríkisins vegna uppsetningar á snjósöfnunargrindum ofan upptakasvæðanna Skollahvilftar og Innra-Bæjargils á Flateyri. Fylgigögn eru verklýsing dags. júní 2021, yfirlitsmynd nr. U61.06.110, staðsetning grinda á uppdrætti U61.06.111 og staðsetning lagersvæðis U61.06.112
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila framkvæmdaleyfi vegna uppsetningu snjósöfnunargrinda ofan upptakasvæðanna Skollahvilftar og Innra-Bæjargils á Flateyri skv. 13. gr. skipulagslaga 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

2.Umsókn um afnot af svæði undir hjólabrautir - 2019010058

Lagður fram samningur Ísafjarðarbæjar við Hjólreiðadeild Vestra.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að ganga frá samningum við Hjólreiðadeild Vestra.

3.Kláfur upp Eyrarhlíð - 2019070011

Lagt fram bréf Egils Þórarinssonar og Jakobs Gunnarssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 2. júní 2021, þar sem kynnt er ákvörðun um matsskyldu á uppsetningu kláfs í hlíðum Eyrarfjalls á Ísafirði. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er sú að framkvæmdin kunni að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því háð mati á umhverfisáhrifum. Ákvörðunin er kæranleg og er kærufrestur til 9. júlí 2021.
Lagt fram til kynningar.

4.Arnarfjörður - lagning jarðstrengs og sæstrengs milli Mjólkár og Bíldudals - 2021050062

Kynnt fyrirhuguð áform Landsnets vegna lagnaleiðar fyrir 66 kV háspennustreng á milli aflstöðvarinnar í Mjólká og að Hrafnseyri.
Lagt fram til kynningar.

5.Upplýsingar um staðföng í Ísafjarðarbæ - 2019010063

Kynntur tölvupóstur dags. 24. nóvember 2020 frá Katrínu Hólm Hauksdóttur, hjá Landeignaskrá, vegna staðfanga sem þarf að uppfæra m.v reglugerð um staðföng 577/2017.
Lagt fram til kynningar.

6.Tunguskógur 55, 400. Umsókn um lóðarleigusamning - 2021040073

Kristinn Þ. Kristjánsson og Einar Valur Kristjánsson f.h. Hansínu ehf. sækja um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Tunguskóg 55 á Ísafirði. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn frá 23. apríl 2021 og mæliblað Tæknideildar frá 1. júní 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Tunguskóg 55, Ísafirði.

7.Sjávargata 12, Þingeyri. Umsókn um deiliskipulagsbreytingu - 2021060013

Sigurður U. Sigurðsson verkfræðingur sækir um heimild til breytinga á deiliskipulagi Þingeyrar, vegna lóðarinnar Sjávargötu 12, sótt er um stækkun byggingarreits vegna fyrirhugaðra áforma
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á deiliskipulagi í samræmi við II. mgr. 43 gr. skipulagslaga.

8.Mjallargata 5, Ísafirði. Kært til Úua 2021 vegna höfnunar á stöðuleyfi - 2021060011

Afrit stjórnsýslukæru, móttekin 25. maí 2021 ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar um höfnun stöðuleyfisumsóknar kæranda fyrir gáma við Mjallargötu 5, lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

9.Umburðarbréf vegna breytinga á jarðalögum nr. 81/2004 - 2021060009

Kynntar breytingar á jarðalögum sem öðlast munu gildi 1. júlí 2021, sem snúa að einföldun á regluverki, vernd landbúnaðarlands og upplýsingaskyldu.
Lagt fram til kynningar.

10.Hafrafellsháls - skógrækt - 2019060060

Á 1155. fundi bæjarráðs þann 31. maí 2021 mættu Jóhann Birkir, Hildur Dagbjört og Gísli Eiríksson til fundar til umræðu um mögulega gróðursetningu á Hafrafellshálsi, auk annarra mála tengdum skógræktarmálum.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að kalla eftir uppfærðri tímaáætlun frá Ofanflóðasjóði, um að afmá veginn eins og fyrirhugað er.

Bæjarráð vísar málinu jafnframt til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd, og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Lagt fram til kynningar.

11.Önundafjörður - gönguleiðir Klofningsdalur Þorfinnur - 2021050039

Hjörleifur Finnsson, verkefnastjóri á Flateyri, sækir um að setja upp merkta gönguleiðir og skilti um Klofningsdal og upp á Þorfinn, Önundarfirði. Fylgiskjöl eru tölvupóstur frá 3. júní 2021 ásamt greinargerð, uppdráttum á leiðum og skýringarmyndum af sambærilegri náttúrustígagerð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar náttúrustígagerð um Klofningsdal en kallað er eftir heimild landeigenda við Þorfinn, Önundarfirði. Nefndin tekur undir rök þess efnis að framkvæmdin teljist óveruleg og er ekki framkvæmdaleyfisskyld.

12.Hafnarstræti 26, Þingeyri. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2021040026

Á 477. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að vísa málinu frá og það þyrfti að skoða lóðamörk betur m.t.t. nálægðar við sjó.
Lagt fram til kynningar.

13.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 40 - 2102010F

  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 40 Þar sem meira en ár er liðið frá afhendingu lóðar og byggingarfrestur því liðinn, er málinu vísað til skipulags- og mannvirkjastofnunar til umsagnar um framlengingu á byggingarfrest.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 40 Erindi frestað, gera þarf grein fyrir á uppdrætti brunamótstöðu hurða og veggja með vísan í gr. 9.6.13. byggingarreglugerðar
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 40 Erindi frestað. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Eins er þeim framkvæmdum sem sótt er um byggingarleyfi fyrir, nú þegar lokið. Erindi er því vísað til skipulags-og mannvirkjanefndar.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 40 Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Erindi er vísað til skipulags-og mannvirkjanefndar með vísan í gr. 5.9.1 í skipulagsreglugerð 90/2013
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 40 Byggingaráform samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012
    Byggingarleyfi verður gefið út þegar skylirðum greinar nr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 40 Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.
    Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 40 Byggingaráformum er synjað með vísan í ákvæði F2 í töflu 7.19 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020

14.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 41 - 2102020F

  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 41 Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.
    Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
    Óskað er eftir undirrituðum aðaluppdráttum.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 41 Erindi frestað með vísan í athugasemdir. Óskað er eftir frekari gögnum með vísan í skoðunarskýrslu.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 41 Samþykkt. Framkvæmdin samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
    Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 41 Erindi frestað, óskað er eftir frekari gögnum með vísan í athugasemdir byggingarfulltrúa og skoðunarskýrslur
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 41 Erindi er vísað til skipulag- og mannvirkjanefndar til umsagnar um hvort hæð húsa sé í samræmi við deiliskipulag svæðisins, og þá hvort þörf sé á grenndarkynningu.

15.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 42 - 2103018F

16.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 43 - 2103028F

  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 43 Byggingarfulltrúi vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 43 Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.
    Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 43 Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.
    Óskað er eftir undirrituðum aðaluppdráttum bæði af hönnuði breytinga sem og hönnuði brunavarna.
    Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 43 Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.
    Framkvæmdarleyfi verður veitt er fyrir liggur undirrituð yfirlýsing burðarþolshönnuðar um að framkvæmdin rýri ekki burð hússins.
    Óskað er eftir undirrituðum uppdráttum.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 43 Erindinu er vísað til skipulags- og mannvirkjanefnd til umfjöllunar og mats á hvort grenndarkynningar sé þörf.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 43 Erindi vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar og mats á því hvort grenndarkynna þurfi á ný.
  • Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 43 Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.
    Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?