Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
43. fundur 30. mars 2021 kl. 08:00 - 16:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján S Kristjánsson byggingarfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Kristján Svan Kristjánsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Engjavegur 7, 400. Umsókn um byggingarleyfi -dyr og verönd - 2020080018

Þann 18.september 2020 var erindið grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Þann 15.október 2020 barst athugasemd frá aðliggjandi lóðarhafa vegna málsins.
Fylgigögn eru: Athugasemd þinlýstra eigenda Engjavegar 9 dags: 15.10.2020
Minnisblað byggingarfulltrúa dags: 29.03.2021
Uppdrættir frá Kjartani Árnasyni dags: 31.07.2020
Byggingarfulltrúi vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar

2.Skeiði 10 - Umsókn um byggingarleyfi - 2019060068

Einar Halldórsson sækir um byggingarleyfi f.h GE vinnuvéla ehf. vegna atvinnumannvirkis þar sem burðarvirki er úr timbri.
Fylgigögn eru umsókn um byggingarleyfi ódags.
Skráning iðnmeistara og staðfesting ábyrgða.
Aðaluppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags: 12.12.2017.
Burðarvirkisuppdrættir frá Límtré Vírnet dags: 31.08.2020
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

3.Sætún 10-12, umsókn um byggingarleyfi ( Ný umsókn ) - 2021020136

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 42 var málið tekið fyrir. Málinu var frestað og óskað eftir frekari gögnum.
Fylgigögn ásamt áður framlögðum gögnum eru rýmingaráætlun frá Tækniþjónustu Vestfjarðar ódags.
Greinargerð um hönnun brunavarna frá Eflu dags: 19.03.2021
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.
Óskað er eftir undirrituðum aðaluppdráttum bæði af hönnuði breytinga sem og hönnuði brunavarna.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

4.Túngata 15, Umsókn um breytingu á útliti húss - 2021030118

Arna Lára Jónsdóttir og Ingi Björn Guðnason sækja um framkvæmdarleyfi fyrir útlitsbreytingu á suðurhlið hússins. Breytingin felur í sér að sagað er neðan úr gluggaopi og settar nýjar dyr.
Fylgigögn eru umsókn um framkvæmdarleyfi dags: 29.03.2021
Útlitsuppdráttur frá Kjartani Árnasyni dags. 15.02.2021
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.
Framkvæmdarleyfi verður veitt er fyrir liggur undirrituð yfirlýsing burðarþolshönnuðar um að framkvæmdin rýri ekki burð hússins.
Óskað er eftir undirrituðum uppdráttum.

5.Hesteyri-Þjónustuhús_Umsókn um byggingarleyfi - 2021030119

Kristín Ósk Pétursdóttir sækir um byggingarleyfi f.h Umhverfisstofnunar vegna 47,5 m2 þjónustuhúsi ásamt 8 m2 salernishúsi á Hesteyri.
Fylgigögn eru byggingarleyfisumsókn og ósk um afstöðu til grenndarkynningar dags. 23.03.2021
Uppdráttur og lýsing á salernishúsi ódags.
Aðaluppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða ódags.
Afstöðumynd frá Verkís dags. 16.03.2021
Yfirlitsmynd frá Verkís dags. 16.03.2021
Erindinu er vísað til skipulags- og mannvirkjanefnd til umfjöllunar og mats á hvort grenndarkynningar sé þörf.

6.Dagverðardalur 17, ný umsókn um byggingarleyfi - 2021030120

Þórný M. Heiðarsdóttir sækir um byggingarleyfi vegna 60 m2 frístundahúss ásamt 15 m2 geymsluhúss.
Málið var grenndarkynnt þann 09.09.2019 og voru ekki gerðar athugasemdir við þá framkvæmd.
Nú stefna eigendur á það að breyta útliti húss.
Fylgigögn eru eldri aðaluppdrættir frá Einari Ólafssyni dags: 10.07.2019
Uppfærðir aðaluppdrættir frá Teiknistofunni Örk dags: 26.02.2021
Byggingarleyfisumsókn dags: 08.03.2021
Erindi vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar og mats á því hvort grenndarkynna þurfi á ný.

7.Silfurgata 8b, Umsókn um leyfi til Útlitsbreytinga - 2021030121

Kjartan Árnason sækir um leyfi til útlitsbreytinga fyrir hönd Tómasar Halldórs Pajdak. Sótt er um leyfi til að klæða húsið með timburklæðningu og breyta útliti glugga. Jafnframt er sótt um leyfi til að hækka þak um 50 cm
Fylgiskjöl eru aðaluppdrættir og umsókn frá Kjartani Árnasyni dags: 11.02.2021
Umsögn Minjastofnunar dags: 11.03.2021
Byggingaráform eru samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út er skilyrði gr. 2.4.4 sömu reglugerðar hafa verið uppfyllt.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?