Bæjarstjórn - 355. fundur - 15. janúar 2015

 

 

Dagskrá:

1.

2014120069 - I. tillaga - Mávagarður C - umsókn um lóð

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð C við Mávagarð, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Forseti ber tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9-0.

 

   

2.

2014120068 - II. tillaga - Mávagarður D - umsókn um lóð

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð D við Mávagarð, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9-0.

 

   

3.

2013080025 - III. tillaga - Kosning stjórnar Minjasjóðs Önundarfjarðar

 

Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs gera tillögu um að Jón Sigurpálsson og Jóna Símonía Bjarnadóttir verði kosin stjórnarmenn af Ísafjarðarbæ í Minjasjóð Önundarfjarðar.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Forseti ber tillögu bæjarstjóra og formanns bæjarráðs til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9-0.

 

   

4.

2011070026 - IV. tillaga - Setning siðareglna kjörinna fulltrúa

 

Meirihluti bæjarstjórnar leggur fram drög að siðareglum kjörinna fulltrúa Ísafjarðarbæjar til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Meirihluti bæjarstjórnar leggur til að drögunum að siðareglunum verði vísað til annarrar umræðu í bæjarstjórn.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson og Kristján Andri Guðjónsson.

Kristín Hálfdánsdóttir leggur fram svohljóðandi frestunartillögu: "Bæjarstjórn samþykkir að fresta umræðum um siðareglur til næsta fundar bæjarstjórnar."

Forseti ber tillögu Kristínar Hálfdánsdóttur til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 7-0.

 

   

5.

2014120028 - V. tillaga - Sumarlokun Eyrarskjóls og Sólborgar 2015

 

Fræðslunefnd leggur til að sumarlokunin á Eyrarskjóli og Sólborg verði þannig að báðir leikskólarnir loka í tvær vikur, 20. júlí - 5. ágúst og foreldrar velji frí, þannig að öll börn taki 4 vikur samfelldar.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Gunnhildur Björk Elíasdóttir, Arna Lára Jónsdóttir og Jónas Þór Birgisson.

Forseti ber tillögu fræðlsunefndar til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9-0.

 

   

6.

2013010070 - VI. tillaga - Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum

 

Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að ekki verði starfrækt leikskóladeild á Eyrarsól leikskólaárið 2015-2016, þar sem ekki er sama þörf fyrir leikskólapláss og þegar deildin var sett á laggirnar.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Gunnar Jónsson, Gunnhildur Björk Elíasdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson, Marzellíus Sveinbjörnsson og Kristín Hálfdánsdóttir.

Jónas Þ. Birgisson leggur fram eftirfarandi bókun frá bæjarfulltrúum sjálfstæðisflokksins:
"Hin sérstaka deild fyrir fimm ára börn var alltaf hugsuð sem tímabundin lausn sem fulltrúar Í-listans reyndar studdu ekki eins og kom fram við afgreiðslu málsins 20. júní 2013. Þeir lögðu reyndar til að ráðist yrði í að koma upp færanlegri kennslustofu sem hefði haft miklu meiri kostnað í för með sér og væri blóðugt að horfa upp á óþarfa nú. Þetta kemur glögglega fram í bókun frá Í-listanum sem lögð var fram á áðurnefndum fundi en þar sagði m.a. eftir að ljóst var orðið að ekki væri unnt að nýta rými í kjallara Hlífar:
"Bæjarfulltrúar Í - lista telja að það hefði þjónað hagsmunum barna og foreldra næst best að fá færanlega kennslustofu við leikskólann Sólborg og það hefði átt að skoða þann kost samhliða tillögunni um Hlíf II, eins og samþykkt tillaga Í-lista frá 7.febrúar sl. gerði ráð fyrir."
Það hefur verið sérstaklega gaman fyrir okkur sjálfstæðismenn að finna þá miklu ánægju með fimm ára deildina á meðal foreldra sem raunin er og við vonum að fulltrúar Í-listans hafi tekið eftir líka og sjái að þrátt fyrir andstöðu þeirra þá var þetta rétt ákvörðun. Nú er hins vegar svo komið að ekki er lengur þörf á þessari fimm ára deild og því er henni lokað. Það er hins vegar mjög mikilvægt að í vor og aftur næsta haust verði þörfin fyrir þessa deild endurmetin m.t.t. að biðlistar eftir leikskólaplássum í leikskólum á Ísafirði séu ekki að lengjast. Tryggja þarf að áfram geti íbúar á Ísafirði og í Hnífsdal gengið að því vísu að börn þeirra fái inni á leikskólum á Ísafirði frá 18 mánaða aldri, hvort sem það verður gert með þéttingu á deildum eða öðrum leiðum. Ef eftirspurn eftir leikskólaplássum á Ísafirði eykst á nýjan leik þá vonum við að bæjarfulltrúar Í-listans leggist ekki gegn því aftur að rekin verði fimm ára deild með þeim hætti sem verið hefur."

Arna Lára Jónsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson leggja fram eftirfarandi bókun:
"Á síðasta kjörtímabili lögðu fulltrúans Í-listans mikla áherslu á að fleiri kostir væru skoðaðir til að leysa þann brýna vanda í dagvistunarmálum sem þá var uppi. Í-listinn vildi í því samhengi skoða kaup á færanlegri kennslustofu en það var ekki gert, þrátt fyrir fyrri samþykktir þess efnis. Ástæðan fyrir því að Í-listinn sat hjá við afgreiðslu málsins var sú að vinnubrögðin vorum með þeim hætti að bæjarfulltrúar Í-listans töldu sig ekki geta samþykkt þau eins og rakið var í bókuninni frá 20. júní 2013."

Forseti ber tillögu fræðlsunefndar til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9-0.

 

   

7.

2014080027 - VII. tillaga - Gjaldskrár 2015

 

Lögð er fram bókun 176. fundar hafnastjórnar þar sem tillaga var gerð að breytingu á orðalagi í 1. flokki vörugjalda og einnig tillaga um gjaldtöku af fiskeldiskvíum sem geymdar eru í höfninni. Lagt er fram minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar, dags. 7. janúar sl., auk tillögu að breyttri gjaldskrá Hafna Ísafjarðarbæjar vegna ársins 2015.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillögu hafnarnefndar til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9-0.

 

   

8.

2014080027 - VIII. tillaga - Reglur um afslætti til ellilífeyrisþega og öryrkja á fasteignagjöldum

 

Lagðar eru fram tillögur að breyttum reglum um afslætti til ellilífeyrsiþega og öryrkja á fasteignagjöldum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Gunnar Jónsson og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillögu bæjarstjóra til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9-0.

 

   

9.

2014080027 - IX. tillaga - Reglur um styrkveitingar til félaga og félagasamtaka

 

Lagðar eru fram tillögur að breyttum reglum um styrkveitingar til félaga og félagasamtaka.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson, Kristín Hálfdánsdóttir og Jónas Þór Birgisson.

Forseti ber tillögu bæjarstjóra til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9-0.

 

   

10.

2014090033 - X. tillaga - Byggðakvóti fiskveiðiárið 2014/2015

 

Lagt er til að reglum Ísafjarðarbæjar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015 verði breytt þannig að landa megi til vinnslu hvar sem er í sveitarfélaginu, vinnslan sé þannig ekki bundin við byggðalagið.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jónas Þór Birgisson, Kristján Andri Guðjónsson, Gunnhildur Björk Elíasdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gunnar Jónsson, Kristín Hálfdánsdóttir.

Jónas Þór Birgisson gerir svohljóðandi breytingartillögu við framkomna tillögu, fyrir hönd bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna: "Landa má byggðakvóta hvar sem er í sveitarfélaginu, vinnslan sé þannig ekki bundin við byggðalagið, þó aðeins ef ekki er til staðar vinnsla í byggðarlaginu sem greiða vill fyrir aflann verðlagsstofu verð eða hærra."

Forseti ber breytingartillöguna til atkvæða.

Bæjarstjórn fellir breytingartillöguna 5-4.

Forseti ber tillögu bæjarstjóra til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 5-1.
Sif Huld Albertsdóttir, Jónas Þór Birgisson og Marzellíus Sveinbjörnsson sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Kristján Andri Guðjónsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.

 

   

11.

2014080044 - Fundargerðir bæjarráðs

 

867. fundur haldinn 15. desember 2014, fundargerðin er í 9 liðum.
868. fundur haldinn 22. desember 2014, fundargerðin er í 14 liðum.
869. fundur haldinn 12. janúar 2015, fundargerðin er í 14 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 

   

12.

2014080042 - Fundargerðir atvinnu- og menningarmálanefndar

 

123. fundur haldinn 10. desember sl., fundargerðin er í 5 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

13.

2014080047 - Fundargerðir fræðslunefndar

 

352. fundur haldinn 8. janúar sl., fundargerðin er í 6 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

14.

2014080049 - Fundargerðir hafnarstjórnar

 

176. fundur haldinn 6. janúar sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

15.

2014080054 - Fundargerðir umhverfis- og framkvæmdanefndar

 

7. fundur, haldinn 11. desember, fundargerðin er í 3 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

16.

2014080043 - Fundargerðir barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum

 

130. fundur, haldinn 22. desember sl. og er í 1 lið.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

17.

2014080055 - Fundargerðir skipulags- og mannvirkjanefndar

 

424. fundur, haldinn 7. janúar sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson og Jónas Þór Birgisson.

2014-09-0004
Jónas Þ. Birgisson leggur fram eftirfarandi bókun frá bæjarfulltrúum sjálfstæðisflokksins:
"Til að ná settu marki leggja bæjarfulltrúar sjálfstæðisflokksins til að haldin verið hugmyndasamkeppni um deiliskipulag í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, með vel ígrundaðri forsögn, er taki til beggja olíulóðanna ásamt svæði neðan Edinborgarhúss og mögulegum tengslum við bátahöfnina. Með þessu er hægt að taka tillit til þess sem m.a. var til umræðu í vinnu Pollnefndar."

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:47

 

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Arna Lára Jónsdóttir

Marzellíus Sveinbjörnsson

 

Kristín Hálfdánsdóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Gunnar Jónsson

Sif Huld Albertsdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?