Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1043. fundur 17. desember 2018 kl. 08:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum - 2016110092

Kynnt voru lokadrög að Stjórnunar- og verndaráætlun 2018-2027 fyrir friðlandið á Hornströndum, dagsett í desember 2018.
Bæjarráð þakkar kynninguna og óskar eftir að Stjórnunar- og verndaráætlun 2018-2027 verði kynnt fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Gestir

  • Kristín Ósk Jónasdóttir - mæting: 08:05

2.Gistirými á íbúðasvæðum í Aðalskipulagi - 2018 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Kynnt er minnisblað Erlu Bryndísar Kristjánsdóttur, landslagsarkitekts, dags. 7. desember sl., varðandi gistirými á íbúðarsvæðum í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

Axel R. Överby, skipulags- og byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, mætir til fundarins og gerir betur grein fyrir stöðunni.
Bæjarráð óskar eftir því að skipulags- og mannvirkjanefnd komi með tillögu að reglum varðandi gistirými á Íbúðarsvæðum í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.
Axel yfirgefur fundinn kl. 8:49.

Gestir

  • Axel R. Överby, skipulags- og byggingarfulltrúi - mæting: 08:37

3.Gjaldskrár - Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Lagt er fram minnisblað Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 14. desember sl. þar sem lagt er til að hækkun á gjaldskrá vegna aksturs fyrir fatlaða verði tekin til baka.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hækkun á gjaldskrá vegna aksturs fyrir fatlaða og aldraða verði tekin til baka.

4.Ísafjarðarflugvöllur og flugsamgöngur - 2017100060

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 14. desember, með tillögu að ályktun varðandi niðurstöðu starfshóps um innanlandsflug og rekstur flugvalla.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að samþykkja eftirfarandi ályktun:

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir með bæjarstjórn Vestmannaeyja og fagnar niðurstöðu starfshóps samgönguráðherra sem leggur m.a. til að teknar verði upp 50% niðurgreiðslur fyrir íbúa landsbyggðanna á tilteknum fjölda ferða og að framtíðarstaðsetning innanlandsflugs verði áfram í Vatnsmýrinni. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar bendir á að niðurstöður starfshópsins eru í fullu samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun sem samþykkt var á Alþingi í sumar.

Það er á grundvelli jafnréttis og sanngirni að slíkum mótvægisaðgerðum sé beitt þegar dreifðari byggðir landsins hafa þurft að þola mikla skerðingu á grunnþjónustu á undanförnum árum.“

5.Fjarskiptatenging á Ingjaldssand - 2018110080

Lagt er fram minnisblað Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 14. desember sl., vegna frekari upplýsinga um viðhald og kostnað vegna fjarskiptatengingar á Ingjaldssandi.

Óundirritaður samningur milli Snerpu, Fjarskiptasjóðs og Ísafjarðarbæjar, varðandi uppsetningu og rekstur á örbylgjusambandi á Ingjaldssandi þar til ljósleiðarasamband verði í boði eða ábúð á heilsársgrundvelli leggst af, er að nýju kynntur.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn varðandi uppsetningu og rekstur á örbylgjusambandi á Ingjaldssandi þar til ljósleiðarasamband verði í boði eða ábúð á heilsársgrundvelli leggst af og feli bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samning.

6.Útvarp í veggöngum - 2016090038

Lagt fram bréf Jónasar Guðmundssonar f.h. Samgöngufélagsins, dagsett 5. desember, þar sem sveitarfélög eru hvött til að koma á framfæri vilja sínum til þess að tryggt verði fjármagn í samgönguáætlun til þess að koma upp búnaði til útvarpsútsendinga í eldri veggöngum á Íslandi.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur undir með bréfritara og felur bæjarstjóra að koma á framfæri afstöðu Ísafjarðarbæjar til þar til bærra aðila.

7.Uppbyggingasamningar við íþróttafélög 2017-2018 - 2017020028

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 5. desember sl., varðandi stöðu uppbyggingasamninga við Hestamannafélagið Hendingu.
Í fjárhagsáætlun ársins 2019 er gert ráð fyrir 6 milljónum í uppbyggingasamningum Ísafjarðarbæjar til allra íþróttafélaga sveitarfélagsins. Nú þegar er búið að gera 3ja ára samning við eitt íþróttafélag og því búið að binda 3 milljónir af fjármagni næsta árs. Því eru aðeins takmarkaðir fjármunir til úthlutunar.

Í upphafi árs 2019 fer fram gerð uppbyggingasamninga og leggur bæjarráð til að beiðni Hestamannafélagsins Hendingar fari í sama ferli og aðrir uppbyggingasamningar.

8.Hverfisráð eyrar og efribæjar - nýting fjárfestingafjár - Málefni hverfisráða 2017-2018 - 2017010043

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara dags. 14. desember 2018, varðandi nýtingu fjárfestingafjár ársins 2018 fyrir hverfisráð Eyrar og efribæjar Ísafjarðar.
Bæjarráð samþykkir að keypt verði leiktæki að fjárhæð allt að kr. 2.000.000,- fyrir fjárfestingarfé sem merkt er hverfisráði Eyrar og efribæjar Ísafjarðar. Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs ákveði hvaða leiktæki verði keypt í samráði við hverfisráðið. Leiktækið verður sett upp í efri bæ Ísafjarðar í samráði hverfisráðs og sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs á næsta ári fyrir fjárfestingarfé hverfisráðsins. Lögð er áhersla á að leiktækið sé staðsett í samræmi við aðalskipulag og að teiknað verði skipulag fyrir leiksvæðið.

9.Hverfisráðið í Dýrafirði, nýting fjárfestingafjár - Málefni hverfisráða 2017-2018 - 2017010043

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 14. desember sl., vegna tillagna hverfisráðsins Íbúasamtakanna Átaks í Dýrafirði um nýtingu framkvæmdafjár 2018.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við fulltrúa hverfisráðins og vinna betur að tillögu um nýtingu framkvæmdafjár.

10.Hverfisráð Önundarfjarðar, nýting framkvæmdafjár - Málefni hverfisráða 2017-2018 - 2017010043

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 14. desember sl., með tillögum að nýtingu framkvæmdafjár hverfisráðs Önundarfjarðar.
Bæjarráð samþykkir að keypt verði partý tjald fyrir fjárfestingarféð sem merkt er hverfisráði Önundarfjarðar. Þar sem um er að ræða kr. 130.000,- meira en áætlað fjárfestingarfé lækkar fjárfestingarfé hverfisráðsins um kr. 130.000,- á árinu 2019. Bæjarstjóra er falið að leggja til viðauka við bæjarstjórn sé þess þörf.

11.Hverfisráðið í Hnífsdal, fundargerð - Málefni hverfisráða 2017-2018 - 2017010043

Lögð er fram til kynningar fundargerð aðalfundar hverfisráðsins í Hnífsdal.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.Hverfisráðið í Hnífsdal - framkvæmdafé - Málefni hverfisráða 2017-2018 - 2017010043

Tekin er fyrir beiðni Hverfisráðsins í Hnífsdal um að fresta framkvæmdafé ársins 2018 yfir á árið 2019, þannig að framkvæmdafé árið 2019 yrði tvöfalt, sbr. bókun í fundargerð.
Bæjarráð tekur vel í hugmyndina að þessu sinni og felur bæjarstjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun og leggja fyrir bæjarstjórn.

13.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 13. desember, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, 417. mál. Umsagnarfrestur er til 14. janúar.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í íþrótta- og tómstundanefnd.

14.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 13. desember, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, 443. mál. Umsagnarfrestur er til 14. janúar nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í fræðslunefnd.

15.Fræðslunefnd - 399 - 1812003F

Fundargerð 399. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 13. desember. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?