Bæjarstjórn - 315. fundur - 6. september 2012

 

 

Árið 2012, fimmtudaginn 6. september kl. 17:00, hélt bæjarstjórn fund í fundarsal sínum í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 

Fjarverandi aðalfulltrúar: Eiríkur Finnur Greipsson í h. st. Ingólfur Þorleifsson. Albertína F. Elíasdóttir í h. st. Marzellíus Sveinbjörnsson.

 

Dagskrá:

 

I Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar,stofnana hans og fyrirtækja 2013/2015 Síðari umræða í bæjarstjórn
II Tillaga til 315. fundar bæjarstjórnar Breyting á skipan aðalfulltrúa B-lista í íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar
III Tillaga til 315. fundar bæjarstjórnar Breyting á skipan aðalfulltrúa og varafulltrúa Í-lista í félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar
IV Fundargerð(ir) Bæjarráðs 756. fundur 2. júlí 2012, 757. fundur 16. júlí 2012, 758. fundur 23. júlí 2012, 759. fundur 7. ágúat 2012, 760. fundur 13. ágúst 2012, 761. fundur 20. ágúst 2012, 762. fundur 27. ágúst 2012, 763. fundur 3. september 2012.

 

I.         Tillaga til 315. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 6. september 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Pétursson og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar 2013-2015.  Síðari umræða.  2011-08-0013.

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði bæjarstjórn grein fyrir drögum að þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árin 2013-2015 við síðari umræðu í bæjarstjórn.  Fyrri umræða fór fram á 314. fundi bæjarstjórnar þann 21. júní sl.

 

            Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði til að þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árin 2013-2015 verði samþykkt eins og hún liggur nú fyrir bæjarstjórn við síðari umræðu.          

            Tillaga forseta samþykkt 8-0.

 

II.        Tillaga til 315. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 6. september 2012.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Breyting á skipan aðalfulltrúa B-lista í íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar.

Tillaga frá B-lista um breytingu á skipan aðalfulltrúa í íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar.

            Þar sem Hildur Sólveig Elvarsdóttir, aðalfulltrúi B-lista í íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar, hefur óskað eftir lausn frá störfum í nefndinni vegna flutnings úr sveitarfélaginu, er lagt til, að í hennar stað komi Kristján Óskar Ásvaldsson, Tröð, Önundarfirði, sem aðalmaður B-lista og formaður nefndarinnar.

            Tillagan samþykkt 9-0.

 

III.      Tillaga til 315. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 6. september 2012.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Breyting á skipan aðal- og varafulltrúa Í-lista í félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar.

Tillaga frá Í-lista um breytingar á aðal- og varafulltrúa í félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar.

            Ari Klængur Jónsson taki sæti sem aðalmaður í félagsmálanefnd í stað Jónu Benediktsdóttur og Jóna taki sæti sem varamaður í stað Ara Klængs.

            Tillagan samþykkt 9-0.

 

IV.      Bæjarráð.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Sigurður Pétursson, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Marzellíus Sveinbjörnsson.

 

Guðfinna Hreiðarsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun í nafni bæjarstjórnar við 19. lið 756. fundargerðar bæjarráðs.  2010-05-0008.

,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar samþykkt jafnréttisstefnu fyrir sveitarfélagið. Mikilvægt er að forstöðumenn allra deilda og vinnustaða sveitarfélagsins kynni sér hana hið allra fyrsta og meti hvort breytinga sé þörf í þeirra stofnunum til samræmis við stefnuna.“

 

Fundargerðin 2/7.  756. fundur.

Fundargerðin er í tuttugu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 16/7.  757. fundur.

Fundargerðin er í tuttugu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 23/7.  758. fundur.

Fundargerðin er í sjö liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 7/8.  759. fundur.

Fundargerðin er í níu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 13/8.  760. fundur.

Fundargerðin er í sjö liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 20/8.  761. fundur.

Fundargerðin er í tíu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 27/8.  762. fundur.

Fundargerðin er í sjö liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 3/9.  763. fundur.

Fundargerðin er í tólf liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 18:55.

 

Þorleifur Pálsson, ritari

Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar

Guðfinna Hreiðarsdóttir

Kristín Hálfdánsdóttir

Ingólfur Þorleifsson

Marzellíus Sveinbjörnsson

Sigurður Pétursson

Arna Lára Jónsdóttir

Jóna Benediktsdóttir

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?