Bæjarráð - 745. fundur - 10. apríl 2012

Þetta var gert:


1.         Ársreikningur Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja 2011.

            Lagður fram ársreikningur Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir rekstrarárið 2011.  Jón H. Oddsson, fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar, mætti á fund bæjarráðs.

            Bæjarráð samþykkir að leggja ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2011,  fyrir fund bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar til fyrri umræðu þann 12. apríl n.k.  

                       

2.         Fundargerðir nefnda.

            Barnaverndarnefnd 4/4.  121. fundur.

            Fundargerðin er í fimm liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 4/4.  15. fundur.

            Fundargerðin er í fjórum liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

3.         Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

            Lagður fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga nr. 1204_13, sem lánveitanda og Ísafjarðarbæjar, sem lántaka, upp á kr. 200 milljónir.  Lánið er tekið til greiðslu tveggja lána samtals að upphæð kr. 200 milljónir.

            Bæjarráð leggur eftirfarandi til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

„Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 200.000.000 kr. sem mun greiðast út með tveimur lánasamningum upp á 140 milljónir kr. annars vegar og 60 milljónir kr. hins vegar.  Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir lána á gjalddaga hjá lánasjóðum á árinu 2012, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra, kt. 170873-4249, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar, að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.“

 

4.         Minnisblað bæjarritara. - Skipan starfshóps um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði.  2012-04-0002.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 4. apríl sl., þar sem fram koma tilnefningar í skipan starfshóps um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði.  Jafnframt fylgir erindisbréf starfshópsins.  Neðangreindir aðilar eru tilnefndir.

            Gísli H. Halldórsson, Marsellíus Sveinbjörnsson, Elísabet Gunnarsdóttir,

            Jón Reynir Sigurvinsson og Ásgerður Þorleifsdóttir, fulltrúar Ísafjarðarbæjar.

            Torfi Einarsson og Jón Páll Hreinsson, fulltrúar HSV.

            Með nefndinni starfi neðangreindir starfsmenn Ísafjarðarbæjar.

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri og

            Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.

Bæjarráð staðfestir skipan starfshópsins og tilnefnir Gísla H. Halldórsson sem formann.

 

5.         Minnisblað bæjarritara. - Umsóknir um menningarstyrki frá Ísafjarðarbæ. 2012-01-0041.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 3. apríl sl., þar sem fram eru lagðar neðangreindar umsóknir er borist hafa um menningarstyrki frá Ísafjarðarbæ. Auglýst var eftir umsóknum og rann fresturinn út þann 31. mars sl.

 

                        Fjölnir Már Baldursson, Ísafirði.

                        Umsókn um styrk til kvikmyndagerðar. Styrkveiting kr. 150.000.-

 

                        Gospelkór Vestfjarða.

                        Umsókn um rekstrarstyrk á árinu 2012.  Styrkveiting kr.   75.000.-

 

                        Listavélin, Ísafirði.

                        Umsókn í verkefnið ,,Heyrðu mig nú, vestfirskir tónlistarþættir“.

                        Styrkveiting kr. 200.000.-.

 

                        Litli Leikklúbburinn, Ísafirði.

                        Umsókn um styrk vegna rekstrartaps.  Styrkveiting kr. 200.000.-.

 

                        Sunnukórinn á Ísafirði.

                        Umsókn um styrk til undirbúnings 80 ára afmælis kórsins 25.jan. 2014.

                        Styrkveiting kr. 150.000.-.

 

                        Útvarpsstöðin Lífæðin FM, Bolungarvík.

                        Umsókn um rekstrarstyrk.  Styrkumsókn hafnað.

 

            Bæjarráð samþykkir ofangreindar styrkveitingar við fyrri úthlutun þessa árs. Styrkveitingar bókist á bókhaldslið 05-89-9951.

 

6.         Minnisblað bæjarritara. - Skipting jarðarinnar Lækjar í Dýrafirði. 2012-03-0029.

            Lagt fram minnisblað frá bæjarritara dagsett 3. apríl sl., er varðar erindi Sæmundar Kr. Þorvaldssonar, Lyngholti í Dýrafirði, dagsett 8. mars sl., varðandi skiptingu jarðarinnar Lækjar í Dýrafirði, þannig að til verði lögbýlið Lyngholt. Erindið var fyrst tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 12. mars sl. og þar samþykkt að leita umsagnar umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.  Sú umsögn hefur nú borist og er án athugasemda um skiptingu jarðarinnar.

            Bæjarráð tekur undir afgreiðslu umhverfisnefndar og leggur til við bæjarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við skiptingu jarðarinnar Lækjar í Dýrafirði.

 

7.         Bréf Karlakórsins Ernis. - Beiðni um styrk vegna leigu á íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði.  2012-01-0041.

            Lagt fram bréf frá Karlakórnum Erni dagsett 2. apríl sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ til að mæta kostnaði við leigu á íþróttahúsinu á Torfnesi, vegna kóramóts sem haldið verður þann 21. apríl n.k.

            Bæjarráð samþykkir erindið og felur Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra, að ræða við fulltrúa Karlakórsins Ernis.           

 

8.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Útboð á rekstri tjaldsvæðis í Tungudal, Skutulsfirði.  2011-12-0006.

            Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 3. apríl sl., þar sem hann gerir grein fyrir tilboðum er borist hafa í rekstur tjaldsvæðis Ísafjarðarbæjar í Tungudal, Skutulsfirði.  Eftirtalin tilboð bárust.

                        Kaldasker ehf.,                     kr. 5.600.000.-

                        Kagrafell ehf.,                       kr.               0.-

                        Stóll ehf.,                               kr.    980.000.-

                        GI Halldórsson ehf.,            kr.  - 300.000.-

            Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri, leggur til að gengið verði til samninga við   GI Halldórsson ehf., um rekstur tjaldsvæðisins í Tungudal, Skutulsfirði, á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við GI Halldórsson ehf., um rekstur tjaldsvæðis Ísafjarðarbæjar í Tungudal, Skutulsfirði, á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.

 

9.         Drög að samningi vegna Fab Lab smiðju á Ísafirði.  2011-10-0054.

            Lögð fram drög að samningi um Fab Lab smiðju á Ísafirði. Að samningnum standa Menntaskólinn á Ísafirði, Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.  Samningnum fylgir yfirlit um stöðu verkefnisins þann     23. mars 2012.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að samningurinn verði samþykktur.

 

10.       Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Tímabundin breyting á verkaskiptingu    ríkis og sveitarfélaga.  2010-12-0038.

            Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett þann 2. apríl sl., er varðar tímabundna breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

            Bæjarráð tekur fram að greiðsla Ísafjarðarbæjar kemur til lækkunar á jöfnunarframlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.  Lagt fram til kynningar í bæjarráði. 

 

11.       Bréf Umhverfisstofnunar. - Starfsleyfisútgáfa Arnarlax ehf., endurupptekin. 2011-06-0045.

            Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 2. apríl sl., er varðar beiðni Arnarlax ehf., um endurupptöku á útgáfu starfsleyfis til að framleiða allt að 3.000 tonn af laxi á ári í sjókvíum í Arnarfirði.  Umhverfisstofunu óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar og að umsögn berist fyrir 23. apríl 2012.

            Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í umhverfisnefnd.

 

12.       Mánaðarskýrsla. - Skattekjur og útsvar í mars 2012.

            Lögð fram mánaðarskýrsla ásamt yfirliti um skatt- og útsvarstekjur í mars 2012, unnið af Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra.    

            Lagt fram til kynningar.

           

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:10.

 

Þorleifur Pálsson, ritari

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs

Albertína F. Elíasdóttir

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?