Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 15. fundur - 4. apríl 2012

Þetta var gert:

 

1.      Tímasetningar og næstu skref.

            Formaður fór yfir stöðu mála og næstu skref.  Í dag munu keppendur skila inn tillögum til Arkitektafélags Íslands.  Dómnefnd mun meta tillögurnar strax eftir páska og þann 7. maí 2012 verða tilboð keppenda opnuð.

Útboð vegna jarðvinnu verður boðið út 16. apríl og tilboð opnuð 24. apríl.

 

2.      Samningur við ríkið um byggingarkostnað.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri upplýsti nefndarmenn um kostnaðartölur samningsins þar sem fram kemur að byggingarkostnaður er ekki verðbættur fyrr en við upphaf leigutíma.

Bæjarstjóra falið að senda velferðarráðherra bréf vegna þessa máls.

 

3.      Rekstrarkostnaður og samningar við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri kynnti drög að rekstraráætlun vegna hjúkrunarheimilis á Ísafirði. 

Nefndin samþykkir að óska eftir fundi með Heilbrigðisstofnun Vestfjarða ásamt fulltrúa Verkís.  Margréti Geirsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar, falið að boða til fundar þann 25. apríl 2012.

 

4.      Nafnasamkeppni.

Átta tillögur bárust um hugmyndir af nafni hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

Þær eru:

  • Torfan
  • Faðmur
  • Hjúkrunarheimilið Hlýja
  • Hjúkrunarheimilið Bót
  • Eyrarbæ
  • Eyri
  • Torfnesbót
  • Torfnesbugt

Hjúkrunarheimilsnefnd frestar ákvörðun til næsta fundar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:05

 

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður.

Sigurður Pétursson.                                                              

Svanlaug Guðnadóttir.                                                                     

Daníel Jakobsson.                                                                  

Jóhann Birkir Helgason.                                                    

Er hægt að bæta efnið á síðunni?