Bæjarráð - 707. fundur - 27. júní 2011

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefnda.

            Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf.  1/6.  72. fundur.

            Fundargerðin er í einum lið.

            Fundargerðin lögð fram til kynninga.

 

            Fræðslunefnd 16/6.  309. fundur.

            Fundargerðin er í  níu liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ 16/6.  15. fundur.

            Fundargerðin er í sex liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Minnisblað bæjarstjóra. - Endurskoðun á skipulagi safna.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 26. júní sl., er varðar endurskoðun á skipulagi safna, svo sem skipan stjórnar, fjármálaumsýslu og mannahald.  Minnisblaðinu fylgir þ. a. m. skipurit safna í dag og drög að nýju skipuriti safna í Ísafjarðarbæ.

            Bæjarráð samþykkir að senda minnisblað bæjarstjóra, um endurskoðun á skipulagi safna, til stjórnar Byggðasafns Vestfjarða til umsagnar og er óskað eftir svari fyrir 20. júlí n.k.  Jafnframt er minnisblaðið sent bæjarstjórn Bolungarvíkur og sveitarstjórn Súðavíkurhrepps til umsagnar.   

 

3.         Minnisblað Albertínu F. Elíasdóttur og Eiríks Finns Greipssonar. - Setning

            siðareglna kjörinna fulltrúa.

            Lagt fram minnisblað Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur og Eiríks Finns Greipssonar, dagsett 24. júní sl., er fjallar um setningu siðareglna kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn og nefndum.  Nokkur sveitarfélög hafa farið þessa leið og í minnisblaðinu koma fram upplýsingar um hlekki nokkurra sveitarfélaga, þar sem finna má siðareglur þeirra.

            Bæjarráð samþykkir að áfram verði haldið með undirbúning að siðareglum.

 

 4.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. - Áhorfendastúka á Torfnesi.

            2010-12-0036.

            Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 21. júní sl.  Í bréfinu er m.a. fjallað um umsókn Boltafélags Ísafjarðar um lóð á Torfnesi vegna áhorfendastúku, deiliskipulag af svæðinu frá 20. september 2002 ofl.

            Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu umhverfis- og eignasjóðs og  umhverfisnefndar 707Ísafjarðarbæjar.

 

5.         Minnisblað bæjarritara. - Sala Skólagötu 10, Ísafirði.  2011-03-0134.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 24. júní sl., þar sem greint er frá kaup- tilboðum er bárust í húseignina Skólagötu 10, Ísafirði.  Óskað er eftir staðfestingu bæjarráðs á sölu eignarinnar til Aðalsteins Ómars Ásgeirssonar, Ísafirði, fyrir                 kr. 17.000.000.-.

            Bæjarráð staðfestir sölu á Skólagötu 10, Ísafirði, til Aðalsteins Ómars Ásgeirssonar, Ísafirði.

 

6.         Bréf Íbúasamtakanna Átaks í Dýrafirði. - Almenningssamgöngur.

            2011-03-0098.

            Lagt fram bréf frá Íbúasamtökunum Átaki í Dýrafirði dagsett í júní 2011, er fjallar um almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ og þær breytingar sem gera á og gerðar hafa verið á áætlunarferðum milli byggðakjarna sveitarfélagsins.

            Bæjarráð vill taka fram, að miðað við þá tímatöflu sem í gildi er fyrir ferðir frá og til Þingeyrar-Flateyrar-Ísafjarðar, þá er verið að uppfylla megin ábendingar Íbúasamtakanna Átaks, hvað almenningssamgöngur varðar.

            Lagt fram til kynningar. 

 

 7.        Bréf nefndasviðs Alþingis. - Umsögn um frumvarp til laga um stjórn

            fiskveiða, 839. mál. 

            Lagt fram bréf frá nefndarsviði Alþingis dagsett 20. júní sl., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (uppboð aflaheimilda), 839. mál.  Umsagnir berist til nefndasviðs Alþingis fyrir 20. ágúst nk.

            Erindinu vísað til umsagnar í atvinnumálanefnd.

           

   8.      Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Sóknaráætlun landshluta.

            Lagt fram bréf frá Aðalsteini Óskarssyni, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, fundarboð varðandi kynningu á verkefnunum sóknaráætlun landshluta, Vestfirðir og efling sveitarstjórnastigsins.  Fundurinn er 29. júní n.k. og hefst klukkan 12:00 í Háskólasetri Vestfjarða.

            Lagt fram til kynningar.         

 

9.         Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Fundargerð stjórnar 15. júní 2011.

            Lögð fram fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá fundi er haldinn var á skrifstofu FV að Árnagötu 2-4 á Ísafirði þann 15. júní sl. kl. 15:00.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

 10.       Bréf umhverfisráðuneytis. - Umsögn um stjórnsýslukæru.  2011-06-0045.        

            Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 15. júní sl., er varðar stjórnsýslukæru nokkurra aðila vegna þeirrar ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 20. apríl sl., um að fyrirhuguð 3.000 tonna framleiðsla á laxi í sjókvíum Arnarlax ehf., í Arnarfirði, skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.  Ráðuneytið óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar um ofangreindar kærur og að umsögn berist eigi síðar en 30. júní n.k.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu að fenginni umsögn umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 8:37.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.                                                         

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?