Nefnd um sorpmál - 15. fundur - 16. júní 2011

Mætt eru:  Kristín Hálfdánsdóttir, formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson, Henry Bæringsson, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og eignasviðs, er jafnframt ritaði fundargerð.

 

1.     Innheimtuferli.

Nefndin ræddi um innheimtuferli vegna reikninga.  Sviðstjóri kynnti stöðu mála. 

Nefnd þakkar fyrir kynninguna.

 

2 .   Fjárhagsáætlun.

Farið yfir stöðu mála, frá 1. janúar 2011 til 31. maí 2011 er bókaður kostnaður við málaflokkinn kr. 31 millj., sem er aðeins undir fjárhagsáætlun.  Þó má gera ráð fyrir að magn aukist yfir sumartímann. 

Lagt fram til kynningar.

 

3.     Magntölur sorps.

Lagðar fram magntölur sorps fyrir apríl og maí 2011.  Endurvinnsluefni voru 16 % í apríl, 15% fyrri hluta maí og 25 % seinni hluta maí.  Skv. þessum tölum má sjá að íbúar Ísafjarðarbæjar eru byrjaðir að flokka sorpið.

Að meðaltali er að koma um 50 tonn á mánuði af almennu sorpi og um 15 tonn af endurvinnsluefni.

Nefndin fagnar því að íbúar hafi tekið vel við sér og flokkað sorpið. Nefndin felur umhverfisfulltrúa að birta mánaðarlega á heimasíðu Ísafjarðarbæjar árangur flokkunar.

 

4.     Verkfundir.

Umhverfisfulltrúi kynnti stöðu mála hvað varðar verkfundi milli verktaka og verkkaupa.  Alls hafa verið haldnir þrír verkfundir, almennt er gert ráð fyrir að halda verkfund um mánaðarmót.

Lagt fram til kynningar.

 

5.     Kynningarheimsóknir til íbúa Ísafjarðarbæjar.

Nefndin leggur til við verktaka, að íbúar sveitarfélagsins verði heimsóttir eins fljótt og mögulegt er, þar sem sorpflokkun verði kynnt íbúum enn frekar.

Umhverfisfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

 

6.     Önnur mál.

Nefndin vill beina því til íbúa og fyrirtækja að henda ekki sorpi, jarðvegi né garðaúrgangi á öðrum stað en í Funa.  Einstaka aðilar hafa losað jarðveg og garðaúrgang á öðrum stöðum sem felur í sér mikil fjárútlát fyrir sveitarfélagið.

 

 

Fleira ekki gert og  fundi slitið kl. 16:45.

 

Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.

Henry Bæringsson.                                                    

Marzellíus Sveinbjörnsson.                

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.                                                               

Jóhann Birkir Helgason,  sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs.

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?