Bæjarráð

1063. fundur 27. maí 2019 kl. 08:05 - 10:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Aron Guðmundsson varamaður
 • Hafdís Gunnarsdóttir varamaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
 • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Framtíð og rekstur Edinborgarhússins - 2017100071

Lagður er fram tölvupóstur Inga Björns Guðnasonar, f.h. stjórnar Edinborgarhússins, dags. 22. maí sl., ásamt bréfi dags. sama dag undirritað af stjórn Edinborgarhússins þar sem bæjaryfirvöld eru upplýst um breytingar í rekstri Edinborgarhússins.
Aron Guðmundsson, bæjarfulltrúi Í-listans leggur fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúi Í-listans í bæjarráði lýsir yfir þungum áhyggjum með þá stöðu sem upp er komin varðandi rekstur Edinborgarhússins. Mikið og gott starf hefur verið unnið þar seinustu misseri og er það mat mitt að finna verði leiðir til þess að afstýra þeirri stöðu sem upp er komin, einhvað sem hefði þurft að gerast fyrir þó nokkru síðan þar sem það hefur legið fyrir í talsverðan tíma að þessi staða gæti komið upp.

Það að þurfa segja upp rekstar- og viðburðarstjóra hússins er óásættanleg staða sem þarf að koma í veg fyrir. Eftir því hefur sérstaklega verið tekið hversu mikill kraftur hefur fylgt þeirri stöðu og íbúar sveitarfélagsins sem og gestir hafa vart undan við að sækja menningarlega viðburði í húsinu, svo öflugt starf hefur verið unnið þar. Rekstrar- og viðburðastjóri er ein af forsendum þess að fylla húsið af menningarlífi eins og til er ætlast.

Menningarleg saga okkar er öflug, hún er einhvað sem við getum montað okkur af. Edinborgarhúsið er öllum tækjum og tólum búið til þess að hýsa margskonar viðburði, og er afar mikilvægt að fundin verði ásættanleg lausn svo menningin geti dafnað nú sem áður í þessu öfluga menningarhúsi bæjarins."

Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram að vinna með Edinborgarhúsinu að þríhliða samningi við ríkið um framlagt til menningarmiðstöðvarinnar.

Gestir

 • Ingi Björn Guðnason, stjórnarmaður í Edinborgarhúsinu ehf. - mæting: 08:05
 • Gísli Jón Hjaltason, stjórnarformaður í Edinborgarhúsinu ehf. - mæting: 08:05

2.Verkefnið Sólsetrið á Þingeyri - 2019050058

Pálmar Kristmundsson, arkitekt, mætir til fundar bæjarráðs til að kynna verkefnið
„Sólsetrið“ á Þingeyri.
Bæjarráð fagnar kynningunni og lýsir sig áhugasamt um verkefnið sem er til framdráttar fyrir svæðið. Bæjarráð er hlynnt framgangi verkefnisins og tilbúið til að veita því brautargengi innan sveitarfélagsins.

Gestir

 • Pálmar Kristmundsson, arkitekt - mæting: 08:30

3.Ráðning forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða - 2019040036

Kynnt er fundargerð 104. stjórnarfundar Byggðasafns Vestfjarða sem haldinn var 22. maí sl., með ákvörðun um ráðningu forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða.
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, greinir frá ferli og niðurstöðu ráðningar forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða. Tilkynnt verður um ráðninguna síðar í dag.

4.Björgunarbátasjóður Vestfjarða Auglýsingar - 2002120016

Bæjarstjóri leggur til að tillögu frá 204. fundi hafnarstjórnar 8. maí sl. verði vísað til fjárhagsáætlunar 2020 og SVFÍ veitt framlag í tengslum við kaup á nýju björgunarskipi. Hafnarstjórn telur kaupin nauðsynleg og leggur til að leitað verði leiða til að fjármagna þann kostnað sem falla mun á Ísafjarðarbæ verði samningurinn undirritaður.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og felur honum að gera ráð fyrir framlaginu í fjárhagsáætlun ársins 2020. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera samning við Björgunarbátasjóð SVFÍ vegna framlagsins og notkunar Ísafjarðarbæjar af skipinu.

5.Akstur fjórhjóla ofan varnargarðs við Urðarveg - 2019050063

Lagt fram bréf Gunnars Skagfjörð Sæmundssonar, dagsett 20. maí sl., þar sem óskað er eftir að bann við akstri á vegslóða ofan við varnargarða á Urðarvegi verði endurskoðað.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

6.Aðild að RS Raforku - 2019050060

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Svövu Valdimarsdóttur f.h. Ríkiskaupa, dagsettur 21. maí sl., þar sem sveitarfélögum sem eru aðilar að rammasamningskerfi Ríkiskaupa er boðið að taka þátt í útboði á raforkukaupum.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í útboði Ríkiskaupa á raforkukaupum.

Gestir

 • Eyþór Guðmundsson, innkaupa- og rekstrarstjóri Ísafjarðarbæjar - mæting: 09:27

7.Verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir stofnanir sem starfa með börnum - 2019050055

Lagt fram bréf Bergsteins Jónssonar, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, dagsett 22. maí sl., þar sem sveitarfélög eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu, fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.
Vísað til fræðslunefndar og barnaverndarnefndar.

8.Samstarf slökkviliða á Norðanverðum Vestfjörðum - 2013020028

Rætt um samstarf slökkviliða á norðanverðum Vestfjörðum.
Bæjarráð óskar eftir viðræðum við Súðavíkurhrepp og Bolungarvíkurkaupstað um samstarf slökkviliða sveitarfélaganna og felur bæjarstjóra að koma að viðræðunum.

9.Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga - 2019050015

Umræður um Grænbók, stefnu um málefni sveitarfélaga, sem nú er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Umræður fóru fram á fundinum, ekki var ákveðið að senda inn umsögn um stefnuna að svo stöddu.

10.Hagdeild norrænu sveitarfélagasambandanna - 2019050059

Kynnt er fyrirætlun hagdeildar norrænu sveitarfélagasambandanna um að halda fund á Ísafirði 14. - 17. ágúst nk.
Kynnt fyrir fundinum.

11.Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2019 - 2019030020

Lögð fram ársskýrsla Náttúrustofu Vestfjarða fyrir árið 2018.
Lagt fram til kynningar.

12.Frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun) - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 20. maí sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál. Umsagnarfrestur er til 3. júní nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

13.Þingsályktunartillaga um hagsmunafulltrúa aldraðra - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 17. maí sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál. Umsagnarfrestur er til 3. júní nk.
Bæjarráð vísar þingsályktuninni til umsagnar í velferðarnefnd og öldungaráði.

14.Fundargerð hverfisráðsins Íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri - 2017010043

Lögð fram fundargerð hverfisráðsins Íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri frá 5. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

15.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2019-2020 - 2019050057

Lagðar fram fundargerðir 12., 13., 14. og 15. stjórnarfunda Vestfjarðastofu, sem haldnir voru frá janúar til apríl 2019.
Lagt fram til kynningar.

16.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 85 - 1905015F

Fundargerð 85. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 21. maí sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.
 • 16.1 2019030031 Fjárhagsáætlun 2020
  Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 85 Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að gjöld hækki ekki umfram tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga á árinu 2020. Tilmælin gera ráð fyrir því að gjöld hækki ekki umfram 2,5% en minna ef verðbólga verður lægri.

Fundi slitið - kl. 10:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?